Árið 1991 var Íbúafjöldinn tæplega 5,4
miljónir (37 manna á hvern km2). Tadjikistar eru af írönsku
bergi brotnir, aðhyllast islam (sunni) og 58% þjóðarinnar. Úzbekar eru
u.þ.b. fjórðungur og búa aðallega í Ferganadalnum í grennd við Kelob.
Rússar eru 8% og aðrir minnihlutahópar eru Kyrgýzar, Úkraínumenn,
Þjóðverjar, Tyrkir og Kóreumenn. Hlutfall Tadjikista hefur aukizt frá
lokum borgarastyrjaldarinnar árið 1992, þegar Úzbekar og Rússar fluttust
frá landinu í stórum hópum. Hundruðir þúsunda urðu heimilislaus í
stríðinu og tugir þúsunda guldu með lífi sínu.
Tadjikistan er dreifbýlasta, fyrrum Sovétlýðveldið, þar eð rúmlega tveir
þriðjungar landsmanna búa utan þéttbýlis. Allt frá sjötta áratugnum
hefur þéttbýli aukizt hratt, m.a. vegna innflytjenda frá öðrum lýðveldum.
Síðla á níunda áratugnum óx Íbúafjöldinn um 3% á ári. Lífslíkur frá
fæðingu árið 1989 var 68 ár. Íbúafjöldi höfuðborgarinnar, Dushanbe, var
227 þúsund árið 1959 en 602 þúsund árið 1990. Khojand, fyrrum Leninabad,
er næststærsta borgin (163 þúsund árið 1990). Íbúafjöldi hennar óx
verulega á sama tímabili. |