Chisinau Moldóva
[Moldovan flag]


CHISINAU
MOLDÓVA

.

.

Utanríkisrnt.


DIPLOMAT CLUB

Chisinau (fyrrum Kishinyov) er höfuðborg Moldóvu við Bac-ána.  Fyrstu heimildir um bæinn eru frá 1466, þegar moldóvíski prinsinn Stefán III réði þar ríkjum.  Eftir dauða hans náðu Ottómanar völdum.  Mikilvægi bæjarins sem viðskiptamiðstöðvar jókst og hún dafnaði, þrátt fyrir miklar skemmdir í rússnesk-tyrkneska stríðinu 1788.  Árið 1812 fengu Rússar borgina auk afgangsins af Bessarabíu.  Þá fékk hún nafnið Kishinyov.  Eftir síðari heimsstyrjöldina var hún innlimuð í rúmeníu sem Chisinau en Sovétríkin tóku völdin 1940 og ríkið Moldóva var stofnað með hana sem höfuðborg.  Miklar skemmdir urði í borginni í stríðinu en hún var endurbyggð.  Nýir borgarhlutar eru á stöllum meðfram ánni en gamli borgarhlutinn stendur lægra og þar er enn þá flóðahætta.  Þegar Sovétríkin hrundu 1991 varð Moldóvía sjáfstætt ríki og gamla, rúmenska nafn borgarinnar var tekið upp á ný.

Chisinau er aðaliðnaðarmiðstöð landsins og er m.a. þekkt fyrir léttan iðnað, framleiðslu alls konar mælitækja, vélaverkfæra, dælubúnaðar, kæliskápa, þvottavéla og einangrunarvírs.  Talsvert er framleitt af víni, fullunnu hveiti og tóbaksvörum.  Vefnaðariðnaðurinn er líka mikilvægur og mikið er framleitt af fatnaði, skóm o.þ.h.  Þarna er háskóli (1945) og aðrar æðri menntastofnanir og nokkrar rannsóknarstofur.  Áætlaður íbúafjöldi 1991 var 667.000.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM