Kyrgyzstan íbúarnir,
Flag of Kyrgyzstan


KYRGYZSTAN,
ÍBÚARNIR

.

.

Utanríkisrnt.

Árið 1992, þegar áætlaður íbúafjöldi landsins var 4,5 miljónir (22 manns á hvern km2), bjuggu tæplega 40% landsmanna í þéttbýli.  Flestir íbúanna búa á tveimur svæðum, í Ferganadalnum í suðvesturhlutanum og meðfram ánni Chu í norðurhlutanum.  Tvær stærstu borgirnar eru höfuðborgin Bishkek (1991 = 641 þús.) við Chu-ána og Osh (238 þús.) í Ferganadalnum.  Lífslíkur frá fæðingu árið 1990 voru 49 ár.  Kirgízar eru 52% þjóðarinnar og aðhyllast islam og tala tyrkneskt tungumál.  Rússar, sem búa aðallega í Bishkek og á öðrum iðnaðarsvæðum, eru stærsti minnihlutahópurinn (22%).  Úzbekar búa aðallega í Ferganadalnum (13%).  Fjöldi Kazaka, Þjóðverja og tatara býr einnig í landinu.  Deilu Úzbeka og Kirgíza um land og húsnæðismál í grennd við borgina Osh lauk með blóðugum átökum árið 1990, þar sem 230 manns féllu.  Ástandið hefur verið rafmagnað síðan.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM