Kyrgyzstan efnahagur,
Flag of Kyrgyzstan


KYRGYZSTAN
EFNAHAGUR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Verg þjóðarframleiðsla Kirgizíu árið 1991 nam US$ 6,9 miljónum (US$ 1.550.- á mann).  Efnahagur landsmanna byggðist fyrrum nær eingöngu á landbúnaði en mikil iðnvæðing varð á Sovéttímanum.  Um aldamótin 2000 nam iðnaðurinn 38% af vergri þjóðarframleiðslu og vinnuaflsnýting hans var 28%.  Iðnaðurinn byggist aðallega á námuvinnslu (kol, gull, antimony og úran).  Olía og gas fannst í Ferganadalnum en nýting þessara auðlinda var skammt á veg kominn um aldamótin, þannig að allt eldsneyti var flutt inn.  Árnar Naryn og Chu eru nýttar til rafmagnsframleiðslu og möguleikar til frekari orkuvinnslu eru enn fyrir hendi.  Framleiðsla landsins byggist aðallega á vinnslu afurða landbúnaðarins (ull, kjöt og leður).   Um aldamótin nam landbúnaðurinn 28,4% af vergri þjóðarframleiðslu og hann nýtti u.þ.b. þriðjung vinnuaflsins.  Hann byggist einkum á kvikfjárrækt (hestar, sauðfé og nautgripir).  Miklar áveitur gera bændum kleift að rækta baðmull, korn og ávexti á lægstu svæðum.  Einnig er nokkuð ræktað af tóbaki, mórberjatrjám (silki) og valmúa (ópíum). 

Efnahagsþróun í landinu staðnaði eftir að það fékk sjálfstæði.  Verg þjóðarframleiðsla minnkaði um 25% árið 1992 í heild en kola- og gasframleiðsla minnkaði meira.  Stjórn landsins greip til gömlu Sovétaðferðanna til að reyna að bæta úr.

Efnahagsþróun í landinu staðnaði eftir að það fékk sjálfstæði.  Verg þjóðarframleiðsla minnkaði um 25% árið 1992 í heild en kola- og gasframleiðsla minnkaði meira.  Stjórn landsins greip til gömlu Sovétaðferðanna til að reyna að bæta úr.  Umbótaaðgerðir eru í gangi, þrátt fyrir kreppuna.  Helztu hindranirnar í veginum eru tengdar ágreiningi milli þjóðflokka.  Hann hefur tafið fyrir úthlutun lands og einkavæðingu en málamiðlun fannst til að leysa ágreininginn.  Stjórnvöld héldu áfram umbótum á sviði fjármála og gerðu veittu seðlabanka landsins sjálfstæði.  Kirgízar urðu fyrstir fyrrum Sovétlýðvelda til að taka upp eiginn gjaldmiðil, som, árið 1993.  Útgáfa gjaldmiðilsins gekk gegn reglum CIS (Commonwealth of Independent States) og olli mótmælum nokkurra nágrannaríkja.  Kirgzía gerðist aðili að fríverzlunarbandalagi Kazaka og Úzbeka árið 1994.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM