Zhambyl
(Dzhambul) er höfuðborg samnefnds héraðs í Suðaustur-Kazakhstan við
Talasána. Um hana liggja járnbrautir milli Turkestan og Síberíu og hún
er umlukin ávaxtalundum með áveitum, baðmullarekrum og stórbýlum. Mikið
er framleitt af matvælum, áburði, vefnaðarvörum og málmvöru.
Zhambylsvæðið hefur verið byggt lengi. Á 5. öld var þar borgin Taraz
við leiðir úlfaldalesta milli Evrópu og Kína. Arabar réðu henni á 8. og
9. öld og mongólar lögðu hana í eyði á 13. öld. Þarna var kazösk borg,
Auliye-Ata, stofnuð á 18. öld, sem Rússar lögðu síðan undir sig árið
1864. Nafni hennar var breytt í Zhambyl árið 1938. Áætlaður
íbúafjöldi árið 1990 var 311 þúsund. |