Semey Kazakhstan,
Flag of Kazakhstan


SEMEY
KAZAKHSTAN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Semey, fyrrum Semipalatinsk, er höfuðborg samnefnds héraðs í Austur-Kazakhstan og mikilvæg hafnarborg við Irtyshána.  Hún er á frjósömu landbúnaðarsvæði og er markaðsmiðstöð fyrir ull og kvikfé.  Verksmiðjur borgrinnar framleiða m.a. kjötvöru, silki- og leðurvöru og byggingavöru.  Þarna var fyrst byggt virki ári 1718, sem byggð þróaðist umhverfis áður en hún var flutt til núverandi staðar árið 1778 og nefnd Semipalatinsk.  Dostoyevsky dvaldi þar í fimm ára útlegð á árunum 1854-59.  Borgin var nefnd Semey, þegar sjálfstæði lýðveldisins var lýst yfir árið 1991.  Yfirgefið tilraunasvæði með kjarnorkuvopn (1949-91) er í nágrenni borgarinnar.  Á myndinni til hægri er Móðir og barn, minnismerki um fórnarlömb tilraunanna með kjarnorkuvopn í 200 km fjarlægð frá borginni.  Tilraunirnar voru 470 talsins, þar af 116 ofanjarðar.  Fólki var almennt ekki ljóst, hvað var að gerast, þegar það fann jarðhræringar flesta sunnudaga.  Fordæmalaus samtök, Navada-Semipalastinsk, komu því til leiðar að tilraunum var hætt og síðan hafa þau unnið að umhverfismálum og aðstoðað íbúa, sem urðu fyrir geislun.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var 339.000.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM