Almaty Kazakhstan,
Flag of Kazakhstan


Ancara hótel


ALMATY
KAZAKHSTAN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Almaty (fyrrum Alma-Ata) er höfuðborg og stærsta borg Kazakhstan við árnar Stóra- og Litla-Almaatinka í suðausturhluta landsins.  Almaty er við rætur TienShan-fjalla í grennd við kínversku landamærin.  Borgin er miðstöð frjósams ávaxtahéraðs.  Auk vinnslu ávaxta framleiðir borgin talsvert af tækjum til námuvinnslu, raftækjum, vefnaðarvöru og tóbaksvörum.  Margir telja hana meðal fegurstu borga fyrrum Sovétríkjanna.  Þar er óperuhús, synfóníuhljómsveit, ríkisháskóli og vísindaakademía.

Borgin byggðist í kringum rússneska virkið Zailiyskoe eftir 1854 og var kölluð Vernoye á árinum 1855-1921.  Árin 1887 og 1911 urðu miklir skaðar í jarðskjálftum og 1921 ollu flóð miklu tjóni.  Á þriðja áratugnum varð borgin að mikilli samgöngu- og viðskiptamiðstöð, þegar Turkestan-Síberiu-jánrbrautin náði til hennar.  Árið 1929 varð hún að höfuðborg Sovéltýðveldinu Kazakhstan og síðan 1991 hins sjálfstæða ríkis.  Áætlaður íbúafjöldi 1990 var 1,15 milljónir.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM