Mahilyow, Mögilev eða Mogilyov, er höfuðborg samnefnds héraðs í
austurhluta Hvíta-Rússlands. Hún er miðstöð iðnaðar og járnbrauta við
Dnepr-ána. Verksmiðjur hennar framleiða aðallega vélbúnað, vefnaðar- og
leðurvöru. Upprunalega var byggt virki á þessum stað á 13. öld og
byggðin myndaðist umhverfis það. Lítháar, Pólverjar og Svíar réðu
borginni áður en Rússar fengu yfirráðin 1772. Þjóðverjar hersátu
borgina í síðari heimsstyrjöldinni. Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var
363 þúsund. |