Hvíta-Rússland er skiptist í láglendar sléttur og hæðóttar hásléttur,
sem fara þó ekki yfir 300 m hæð yfir sjó. Í suðurhlutanum eru stór,
strjálbýl mýrlendi (Pripyat). Skógar þekja u.þ.b. 30% landsins. Fura
og birki eru ríkjandi í norðurhlutanum en eik, álmur og hvítt beyki í
suðurhlutanum. Fjöldi stöðuvatna og vatnsfalla er í kringum 4000.
Helztu árnar eru Daugava í norðurhlutanum, Nemunas í vesturhlutanum og
Dnepr og þverár hennar og Pripyat, Beregina og Sozh í austur-, mið- og
suðurhlutnunum. Loftslagið er yfirleitt fremur rakt og temprað en þó
kaldara og líkist meginlandsloftslagi í austurhlutanum. Meðal villtra
dýra í skógunum eru villisvín og elgir og á mýrlendum svæðum er mikill
fjöldi bjóra. Evrópskir vísundar, sem voru fyrrum í tugþúsundatali í
landinu, eru nú í útrýmingarhættu og verndaðir með lögum. |