Hvítrússar, sem tala slavneskt mál náskylt rússnesku, eru rúmlega 75%
þjóðarinnar (10,3 miljónir 1992). Lífslíkur frá fæðingu eru u.þ.b. 76
ár. Rússar eru stærsti minnihlutahópurinn, 13,2%. Aðrir slíkir eru
Úkraínumenn, Pólverjar og Litháar. Ríkjandi trúarbrögð eru
rómversk-katólska en víða eru rétttrúnaðarmenn, einkum í austurhlutanum.
Hagtölur yfir lífslíkur, barnadauða og önnur heilsuvandamál hafa
yfirleitt verið á jákvæðum nótum en geislavirkni frá Chernobyl í Úkraínu
síðan 1986 hefur gert þær óhagstæðari.
Í
síðari heimsstyrjöldinni varð gífurlegt mannfall í landinu, þannig að
það tók 25 ár fyrir þjóðina að jafna sig. Eftir stríðið þöndust
þéttbýlisstaðir út í þessu mikla landbúnaðarlandi. Fjöldi þéttbýlisbúa
rúmlega tvöfaldaðist á árunum 1959-89, úr 31% í 65%. Höfuðborgin Minsk
stækkaði hratt (rúmlega 1,6 miljónir 1991). Aðrar stórar borgir eru
Homyel’, Mahilyow, Vitsyebsk, Hrodna, Brest og Babruysk. |