Hrodna Hvíta Rússland,


HRODNA
HVÍTA RÚSSLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Hrodna eða Grodno er borg í Hvíta-Rússlandi í grennd við pólsku landamærin.  Hún er höfuðborg samnefnds héraðs og hafnarborg við Nemunasána.  Hún er miðstöð járnbrauta og iðnaðar og framleiðir helzt raftæki, áburð, byggingarvörur, vefnaðarvörur og skó.  Meðal margra sögulegra bygginga borgarinnar er 16. aldar höll Stefáns Báthory, konungs Póllands.  Hrodna var stofnuð á 10. öld sem hluti sjálfstæðs furstadæmis til 1398.  Síðan var hún ýmist undir yfirráðum Litháa eða Pólverja, þar til Rússar komu til skjalanna 1795.  Árið 1920 varð hún hluti af sjálfstæðu Póllandi en Sovétríkin innlimuðu hana árið 1939.  Þjóðverjar hersátu borgina á árunum 1941-44.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var 277 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM