Homyel' Hvíta Rússland,


HOMYEL'
HVÍTA RÚSSLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Homyel, líka nefnd Gomel’ eða Homel, er höfuðborg samnefnds héraðs í suðurhluta Hvíta-Rússlands og hafnarborg við Sozh-ána.  Verksmiðjur borgarinnar framleiða m.a. byggingarefni, áburð, landbúnaðartæki og matvæli.  Ríkishákskólinn í borginni var stofnaður 1969.  Fyrstu sagnir um borgina eru frá 1142, þegar hún var kölluð Gomy og var hluti af Kænugarðs-Rússlandi.  Litháar fengu yfirráð yfir henni snemma á 16. öld.  Pólverjar réðu henni á 17. öld og síðan innlimuðu Rússar hana árið 1772.  Frá 1941-43 hersátu Þjóðverjar borgina.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var 506 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM