Tbilisi (áður Tiflis) er höfðuborg og stærsta borg Georgíu í miðausturhluta
landsins við Kura-ána í dal í Kákasusfjöllum.
Hún er mikilvæg miðstöð efnahagsmála, samgangna og
menningar. Meðal framleiðslu
hennar eru matvæli, vélbúnaður, vefnaðarvara, járnbrautir, prentað
efni, leðurvörur og vín. Borgin
er við suðurenda Hervegar Georgíu og um hana liggur járnbrautin yfir
Kákasusfjöll. Hún státar
af mörgum gömlum kirkjum, m.a. Zion-dómkirkjunni frá 5. öld og
klaustri hl. Davíðs frá 6. öld.
Háskólinn var stofnaður 1918 og Vísindaakademían síðar.
Þarna eru nokkur leikhús og söfn.
Líklega hefur fólk búið á þessu
svæði all frá því 4000 f.Kr. en T’bilisi var ekki getið í
heimildum fyrr en á 4. öld. Á
fimmtu öld varð hún höfuðborg Iberíu, sem var konungsríki í
austurhluta Georgíu. Næstu aldirnar varð borgin fyrir árásum Býsantínumanna,
araba, Persa, mongóla, Tyrkja og þjóðflokka á Kákasussvæðinu.
Á 12. og 13. öldum var hún höfuðborg sjálfstæðs ríkis
Georgíu. Persar gerðu síðustu
stórárásina á borgina 1795 og lögðu hana í eyði.
Árið 1801 varð hún rússnesk.
Árið 1936 varð hún höfuðborg Sovét-Georgíu og 1991 sjálfstæðrar
Georgíu. Áætlaður íbúafjöldi
árið 1990 var 1,27 milljónir. |