Stjórnarhættir í landinu breyttust mikið eftir hrun Sovétríkjanna og
þróaðist á sérstakan hátt. Þegar fyrsti kjörni forseti landsins, Ziviad
Gamsakhurdia (1991-92), neyddist til að segja af sér í janúar 1992, var
embætti forseta numið úr gildi og löggjafarþingið leyst upp. Herráð var
stofnað þar til völd þess voru falin 234 manna ríkisráði, eða þingi, sem
starfar í einni deild. Þingmenn eru kosnir í almennum
hlutfallskosningum. Forseti þingsins sinner skyldum þjóðhöfðingja og
skipar forsætisráðherra. Eduard Shevardnadze, fyrrum utanríkisráðherra
Sovétríkjanna, var kosinn forseti þingsins árið 1992 og síðar sama ár
var val hans staðfest í almennum kosningum, þrátt fyrir stöðgua árekstra
hans og þingsins.
Herráðið, sem Shevardnadze stýrði einnig, annast
þjóðaröryggi og landvarnir. Landið er aðili að CIS (Commonwealth of
Independent States), Bandalagi sjálfstæðra ríkja. Mannréttindahreyfing
Helsinki ásakar stjórnvöld í Georgíu um alvarleg brot á réttarfarsreglum
og mannréttindum. |