Georgía sagan,


GEORGÍA
SAGAN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Jóna-Grikkir réđu landsvćđi Georgíu allt frá 6. öld f.Kr.  Vesturhluti ţess var nefndur Golchis og austurhlutinn Iberia.  Á 4. öld f.Kr. sameinađist Georgía konungsríki, sem hafđi Mtskheta sem höfuđborg.  Kristni hélt innreiđ sína á 4. öld e.Kr.  Persar og Býzans réđu landinu fram á 7. öld.  Davíđ II, konungur, rak Tyrki úr landinu snemma á 12. öld og sameinađi Georgíu.  Mongólar gerđu innrás á 13. öld.  Síđan var Georgía undir stjórn Írans og Ottómana fram á 18. öld.  Rússar fengu yfirráđ yfir utanríkismálum Georgíu áriđ 1873.  Áriđ 1801 sagđi síđasti konungur landsins af sér og landiđ varđ hluti af Rússaveldi.

Í kjölfar rússnesku byltingarinnar 1917 varđ Georgía sjálfstćtt ríki.  Áriđ 1921 réđust rússneskar hersveitir inn í landiđ og innlimuđu ţađ í Sovétríkin.  Nćsta ár sameinađist Georgía Armeníu og Azerbaijdzhan í Transkákasuslýđveldinu (SFSR), sem var síđan limađ sundur á ný áriđ 1936, ţegar öll ţessi lönd voru gerđ ađ sérstökum lýđveldum USSR.  Georgía lýsti yfir sjálfstćđi í apríl 1991 en Sovétríkin hrundu í desember sama ár.

Alvarlegar innanlandsdeilur hafa ríkt í landinu allt frá síđasta ári Sovétríkjanna.  Allt frá ţví ađ Mikhail Gorbachev (1985-91) fór ađ kynna „glasnost” mögnuđust kröfur Abkhaza og Ossetía um aukiđ sjálfstćđi hérađa sinna.  Deilur ţeirra og ríkisstjórna Georgíu mögnuđust eftir ađ ţingiđ hafđi samţykkt lög um opinbert tungumál Georgíumanna áriđ 1989.  Eftir ađ Suđur-Ossetía lýsti yfir sjálfstćđi áriđ 1990 hófust hernađarátök milli Ossetía og Georgíumanna, sem lauk ekki fyrr en sameinađar friđargćzlusveitir Rússa, Georgíumanna og Norđur- og Suđur-Ossetíu stilltu til friđar.

Skömmu eftir fyrstu forsetakosningarnar í maí 1991, ţegar Ziviad Gamsakhurdia varđ forseti, var hann rekinn frá völdum (jan. 1992), brutust átök út á ný.  Hann var sakađur um spillingu, mannréttindabrot og valdníđslu.  Hann og fylgismenn hans gerđu ítrekađar tilraunir til ađ ná T’bilisi međ valdi og í október 1993 lá viđ ađ hann nćđi K’ut’aisi undir sig.  Hann framdi sjálfsmorđ 31. desember 1993 eđa 1. janúar 1994 og átökunum lauk.

Ţriđju átökin brutust út milli herja Georgíumanna og Abkhazíu eftir ađ ţing Abkhaza lýsti yfir sjálfstćđi hérađsins í júlí 1992.  Georgíumenn sendu hersveitir inn í hérađiđ til ađ gćta samgönguleiđa og elta uppi fylgismenn Gamsakhurdia.  Blóđugir bardagar geisuđu og Abkhazar fengu stuđning Kákasusćttbálka í Rússlandi af svipuđum uppruna.  Hersveitir Georgíumanna urđu ađ hörfa ţar til samiđ var um vopnahlé í júlí 1993.  Abkhasar brutu samkomulagiđ og ráku her Georgíumanna brott ásamt u.ţ.b. 200 ţúsund flóttamönnum fyrir októberlok.  Vestrćn mannúđarsamtök tóku ađ sér umsjón međ flóttamönnunum.  Í sama mánuđi gerđist Georgía ađili ađ CIS (Commonwealth of Indipendent States; Bandalagi sjálfstćđra ríkja) til ađ tryggja hernađarađstođ Rússa, sem fengu land fyrir ţrjár herstöđvar međ samningum viđ Georgíu í skiptum fyrir ţjálfun hers Georgíu.  Áriđ 1994 gerđist Georgía ađili ađ samningi um friđarferli, sem ađdraganda ađ fullri ađild ađ NATO.

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM