Georgía landið náttúran,


GEORGÍA
LANDIÐ

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Heildarflatarmál landsins er u.þ.b. 69.700 km2.  Landslagið er að mestu hrjúfir fjallgarðar og þriðjungur þeirra er þéttvaxinn skógi.  Aðalfjallgarður Kákasusfjalla myndar mestan hluta norðurlandamæra landins og hæsta fjallið er shkhara (5068m).  Fjöldi annarra tinda ná 4500 m hæð.  Lægri-Kákaskusfjöll eru í suðurhluta landsins og hæð hæstu tinda þeirra fer sjaldnast yfir 3000 m.  Milli þessara fjallgarða er víðast lægra landslag, einkum í árdölum og við Svartahaf, þar sem hæð yfir sjó er víðast innan við 100 m.

Tvær stærstu árnar í landinu eru Kura og Rioni.  Þær renna í andstæðar áttir, Kura, sem á upptök í Tyrklandi, til austurs um Georgíu og Azerbaijdzhan til Kaspíahafs, og Rioni rennur í vesturátt til Svartahafs.  Fjöldi annarra vatnsfalla kvíslast um frjósamt Colchis-láglendið, sem nær yfir mestan hluta strandhéraðanna við Svartahafið.  Loftslagið einkennist af mismunandi landslagi.  Það er allt frá því að vera rakt og jaðartrópískt (Colchis) til þess að vera þurrt, líkara meginlandsloftslagi, á austurhálendinu.  Flóran og fána eru einnig fjölbreytt.  Á lægri svæðum eru ræktunarsvæði og fátt um villt dýr.  Uppi í fjöllum er gróður náttúrulegri og þar má búast við að sjá gráu múrmeldýrin, fjallageitur (Capra Ibex), úlfa, refi, dádýr og greifingja í skóglendi.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM