K'ut'aisi eða Kutaisi er borg í Miðvestur-Georgíu við Rioniána. Hún er
mikil miðstöð iðnaðar framleiðir mikið af efnavöru, vefnaðarvöru og
flutningatækjum. Þarna hófst byggð snemma á fornöld undir nafninu Aea
(8. öld f.Kr.), sem var höfuðborg sjálfstæðs ríkis Colchía. Rússar náðu
henni undir sig árið 1773. Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var 236
þúsund. |