Georgía íbúarnir,


GEORGÍA
ÍBÚARNIR

.

.

Utanríkisrnt.

Árið 1991 var áætlaður íbúafjöldi Georgíu tæplega 5,5 miljónir (78 manns á hvern km2).  Landið er deigla a.m.k. 100 þjóðernishópa.  Lífslíkur frá fæðingu árið 1990 voru 77 ár.  Georgíumenn eru stærsti hópur þjóðfélagsins (u.þ.b. 70%), þá koma Armenar (8,1%), Rússar (6,3%) og Azerar (5,7%).  Í landinu búa einnig stórir hópar Ossetíumanna, Grikkja og Abkhazíumanna.  Rétttrúnaðarkirkjan á sér djúpar rætur í landinu en flestir Azerar, kúrdar og adzharar (Georgíumenn) iðka islam.  Talsverður fjöldi gyðinga býr í landinu.  Georgíska, opinber tunga landsmanna, er einstakt tungumál, sem er ekki af indógermönskum stofni.  Margir þjóðernishópar í landinu tala ekki georgísku (Ossetíumenn).  Rússneska er enn þá útbreiddasta tungumálið í landinu. 

Nærri 56% þjóðarinnar búa í þéttbýli.  T’bilisi er höfuðborgin og stærsta þéttbýlið (tæplega 1,3 miljónir árið 1990).  Næststærst er K’ut’aisi við efrihluta Rioniána (235 þús. 1990).  Aðrar borgir með fleiri en 100 þúsund íbúa eru Bat’umi og Sokhumi, höfuðborgir Adsharíu og Abkhazíu, og Rust’avi, þar sem eru gríðarstór stálver.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM