Georgía efnahagur,


GEORGÍA
EFNAHAGUR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Á dögum Sovétríkjanna var Georgía auðugasta lýðveldið.  Landbúnaður hefur löngum verið mikilvægur í landinu auk skógarhöggs og timburvinnslu.  Georgíumenn hafa lengi unnið að þurrkun mýra í óshólum Rioniárinnar og brotið þar mikið og frjósamt land til ræktunar (te, sítrusávextir).  Þeir rækta einnig vínber, tóbak og silki (mórberjatré).  Kvikfjárrætkt er einnig mikilvæg.  Mikil rafvæðing, verðmæt jarðefni (mangan, járn, molybdenum og gull) auk olíu hafa stuðlað að vaxandi iðnvæðingu.  Georgíumenn vinna einnig Marmara, alabastur og kísilgúr úr jörð.  Verksmiðjur landsins framleiða járn og stál, sement, vélknúin ökutæki og vefnaðarvöru.  Svartahafsströndin er mikilvægur ferðamannastaður, sem laðar til sín gesti úr öllum heimshornum.  Mikið dró úr ferðaþjónustu á tíunda áratugi 20. aldar vegna ótryggs ástands í landinu.  Útgjöld til hermála vegna óeirða í landinu eftir hrun Sovétríkjanna hafa skaðað efnahaginn verulega.  Árið 1991 var verg þjóðarframleiðsla US$ 9 miljarðar (1.640.- US$ á mann).  Næsta ár minnkaði hún um 30% og verðlag nauðsynjavöru tífaldaðist.  Fyrstu átta mánuðu 1993 minnkaði iðnframleiðslan um rúmlega 30% í samanburði við framleiðsluna 1992.  Gjaldmiðill landsins, „coupon” hefur brunnið hratt upp í verðbólgunni síðan hann var tekinn í notkun 1993.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM