Azerbaijdzhan efnahagur,


AZERBAIJAN
EFNAHAGUR
.

.

Utanríkisrnt.

Árið 1992 var verg þjóðarframleiðsla landsins US$ 6,3 miljarðar (US$ 870.- á mann).  Iðnaður er mikilvægasti atvinnuvegurinn (54,2% nettóþjóðarframleiðslunnar árið 1991).  Landið býr líklega yfir einhverjum mestu olíubirgðum heims og iðnaðurinn byggist aðallega á þeim í grennd við Kaspíahafið.  Bandarísk og evrópsk olíufélög komu upp starfsemi sinni fyrir 4 miljarðar US$ árið 1994 til að virkja þrjú risaolíusvæði á botni Kaspíahafs.  Azerar framleiða mikið af kopar, stáli, áli, efnavöru og vefnaðarvöru.  Landbúnaður nemur rúmlega fjórðungi nettóþjóðarframleiðslunnar (26,1% árið 1991).  Hann gefur af sér baðmull, korn, vínber og tóbak.  Sauðfé er beitt til fjalla.  Länkären-láglendið er í suðausturhlutanum.  Þar er ræktað te, sítrusávextir og olífur.  Framleiðslan hrapaði á tíunda áratugnum vegna stríðsins um Nogorno-Karabakh og hruns Sovétríkjanna, þegar margir markaðir töpuðust.  Landbúnaðurinn er vinnuaflsfrekasta atvinnugreinin með tvöfalt fleiri verkamenn en iðnaðurinn.  Árið 1991 voru 32,9% vinnuaflsins bundin í honum.  Vinnuaflið hefur verið nálægt 28% landsmanna.  Gjaldmiðill landsins er manat (100 gopik).  Rússneska rúblan er einnig í mikilli notkun.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM