Slóvakía sagan,
Flag of Slovakia


SLÓVAKÍA
SAGAN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Talið er, að slavneskir þjóðflokkar frá Visnulægðinni hafi setzt að á svæðum, sem nú heita Bæheimur, Moravía og Silesia.  Tékkar stofnuðu konungsríkið Bæheim, sem réði yfir Moravíu frá 10. til 16. aldar.  Einn kónganna, Karl IV, heilagur rómanskur keisari, gerði Prag að höfuðborg ríkisins og miðstöð latneskrar menningar.  Hússítahreyfingin, sem Jan Hus stofnaði (1369?-1419), tengdi slava siðbótinni og var vakning fyrir tékkneska þjóðernishyggju.  Habsborgarinn Ferdinand I tók við völdum 1526.  Tékkar gerðu uppreisn 1618 og ollu þannig upphafinu að 30 ára stríðinu.  Þeir biðu ósigur 1620 og urðu hluti af austurríska keisaradæminu næstu þrjár aldirnar.  Þeir komust ekki undan yfirráðum Habsborgara fyrr en að fyrri heimsstyrjöldinni lokinni, en þá hrundi austurrísk-ungverska keisaradæmið.  Lýst var yfir sameiningu tékkneskra og slóvakskra landsvæða í Prag 14. nóv. 1918.

Í marz 1939 hernámu Þjóðverjar Tékkóslóvakíu og Bæheimur og Moravía urðu þýzk verndarsvæði alla síðari heimsstyrjöldina.  Ríkisstjórn landsins kom aftur í apríl 1945 og hin gömlu landamæri ríkisins voru staðfest.  Í kosningunum 1946 náðu kommúnistar meirihluta og árið 1948 komust þeir til valda.  Þá var landið gert að alþýðulýðveldi að sovézkri fyrirmynd. 

Í kjölfar hruns kommúnismans í Tékkóslóvakíu 1989 tók ný ríkisstjórn við völdum.  Václav Havel var kosinn forseti landsins og Slóvakinn Marian Calfa varð forsætisráðherra.  Í apríl 1990 samþykkti þingið að skýra landið Lýðveldið Tékkland og Lýðveldið Slóvakía til að friða Slóvaka, sem vildu leggja áherzlu á jafnræði landanna.  Frjálst markaðskerfi var tekið upp og á næstu tveimur árum var það til mun meiri hagsbóta fyrir Tékka en Slóvaka.  Þessi þróun, og kröfur Slóvaka um meira sjálfstæði, olli miklum deilum í ríkisstjórninni.  Þingið reyndi að finna málamiðlun en tókst það ekki og úrslit kosninganna í júní 1992 endurspegluðu vaxandi sundurlyndi milli landanna.

Vladimir Meciar leiddi sjálfstæðishreyfingu Slóvaka og Borgaralega demókrataflokkinum stýrði Tékkinn Václav Klaus.  Þessir flokkar urðu hinir stærstu á þinginu og báðir leiðtogarnir urðu forsætisráðherrar landa sinna.  Sem slíkir urðu þeir fulltrúar andstæðra fylkinga á þingi Tékkóslóvakíu og deildu um hlutverk nýrrar stjórnar beggja ríkjanna.  Tékkar voru hlynntir hröðum umbótum á viðskiptasviðinu en Slóvakar vildu fara hægar og halda í hluta hins sósíalíska kerfis.  Slóvakar voru á leiðinni til sjálfstæðis og komu í veg fyrir að Havel gæti gefið kost á sér til annars kjörtímabils.  Hann sagði af sér í júlí 1992 og þingið samþykkti aðskilnað og fullveldi Slóvakíu með 113 atkvæðum gegn 24.  Ungverski minnihlutahópurinn í Slóvakíu var andsnúinn þessari niðurstöðu.  Það var orðið ljóst, að engin ríkisstjórn gæti sætt ólík sjónarmið Tékka og Slóvaka.

Allt haustið 1992 fór í samninga milli Tékka og Slóvaka um skiptingu landsins og upplausn ríkisstjórnar alls landsins.  Í nóvember 1992 samþykkti þingið að skipta landinu í tvö lýðveldi hinn 31. desember sama ár, þrátt fyrir að skoðanakannanir sýndu, að meirihluti íbúa landsins væri því andsnúinn.  Hinn 1. janúar 1993 lýstu bæði ríkin yfir sjálfstæði sínu og Slóvakar héldu mikla hátíð af því tilefni í nýju höfuðborginni, Bratislava.  Innan fárra vikna kom í ljós, að ríkisstjórn landsins var ekki eins frjálslynd og sameiginlega stjórn Tékkóslóvakíu var fyrir aðskilnaðinn.  Þegar í lok mánaðarins fór stjórn Meciars að herða tökin á fjölmiðlum.  Hinn 15. febrúar kaus slóvakska þingið Michal Kovác sem fyrsta forseta landsins.  Hann var ekki stuðningsmaður Meciars, þótt hann hefði tekið fullan þátt í baráttunni fyrir sjálfstæðri Slóvakíu, og brátt kom til árekstra í ríkisstjórninni.  Í marz sögðu átta þingmenn flokks Meciars sig úr honum eftir að Kovác rak einn þeirra úr flokknum að undirlagi Meciars.  Flokkurinn varð að efna til samstarfs við hinn róttæka Þjóðarflokk til að halda völdum.  Meciar varð fyrir stöðugri gagnrýni vegna harðrar þjóðernisstefnu sinnar og hægfara þróunar í efnahagsmálum.  Hann hafði ekki einkavætt nema 121 ríkisfyrirtæki frá því hann var kosinn 1992.  Ákvörðun hans um framhald byggingar hinnar umdeildu Babcikovo-stíflu var vísað til Alþjóðadómstólsins í Haag í apríl 1993.

Önnur vandamál í landinu snérust um hinn stóra hóp Ungverja, sem býr í landinu.  Margir þeirra kvörtuðu undan misrétti og kröfðust sjálfræðis á sviði menntunar og menningar.  Slóvakar óttuðust líka ágang Ungverjalands og þessi ótti hvatti þá til að undirrita samkomulag frið við vestræn ríki 1994, sem var undanfari aðildar að NATO.  Ólgan í ríkisstjórninni endaði með því árið 1994, að Meciar var ákærður fyrir spillingu og misnotkun einkavæðingarfjár fyrir flokk sinn.  Þingið rak hann frá völdum og Jozef Moravcik varð forsætisráðherra.  Hann efndi til kosninga haustið 1994.  Meciar og flokkur hann fékk u.þ.b. þriðjung atkvæða og komst að samkomulagi við Þjóðarflokkinn um myndun ríkisstjórnar.  Þessir tveir flokkar höfðu ekki meirihluta á þingi og fengu því til liðs við sig flokk Verkamannasambands Slóvakíu í nóvember 1994.  Nýja ríkisstjórnin tók við völdum í desember með 83 af 150 þingmönnum.  Slóvakar og Ungverjar undirrituðu samning 19. marz um landamæri ríkjanna og málefni ungverska minnihlutans.  Í apríl samþykkti Michal Kovác forseti lög, sem færðu yfirráð forsetans yfir leyniþjónustunni til ríkisstjórnarinnar.  Hinn 5. maí 1995 samþykkti meirihluti þingsins vantraust á forsetann, sem dugði þó ekki til að velta honum úr sessi.

Í janúar 1995 samþykktu Slóvakar að hleypa meira vatni um stífluna í Gabcikovo til að draga úr áhrifum hennar við ána neðanverða.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM