Umm al Oaywayn,
Flag of United Arab Emirates


UMM al QAYWAYN
SAF

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Umm al-Qaywayn er eitt hinna sjö Sameinuðu arabísku furstadæma á Arabíuskaga við Persaflóa.  Það er fámennast og næstminnst þessara ríkja og nálega þríhyrningslagað.  Umhverfis það eru furstadæmin Ra’s al-Khaymah til norðausturs og ash-Shariqah að sunnan og vestan.  Í norðvestri er Persaflói en strandlengjan er aðeins 27 km löng í beinni línu en hún er mjög vogskorin, þannig að útkoman verður talsvert lengri.  Höfuðborgin er á einu nesjanna á ströndinni.  Hún er eina þéttbýli landsins, sem orð fer af.

Snemma á 19. öldinni viðurkenndu íbúar furstadæmisins ash-Shariqah sem herraþjóð sína en leiðtogar hennar voru höfðingjar sjóræningjafjölskyldunnar Qawasim, sem öllu réði á Persaflóa.  Þá var Umm al-Quaywayn-borg aðsetur sjóræningja.  Bretar skárust í leikinn til að stemma stigu við starfsemi sjóræningjanna og neyddi Persaflóaríkin til að láta af þessum ósið.  Undirritun samninga þar að lútandi var fyrsta viðurkenning á sjálfstæði furstadæmisins (1820, 1835, 1853).  Þegar Bretar hurfu á braut 1971 varð Umm al-Qaywayn meðal stofnríkja bandalags furstadæmanna.

Efnahagur landsins byggðist á perluköfun og fiskveiðum frá höfuðborginni.  Milli heimstyrjaldanna var höfn hennar ein aðalviðskiptamiðstöðin á ströndinni.  Hún fylltist síðan af sandi.  Bátasmíðar, sem voru löngum sérstakt fag, eru enn þá stundaðar.

Höfuðborgin er í góðu vegasambandi við Ra’s al-Khaymah-borg og Abu Dhabi-borg.  Vinin Falai al-Mu’allá, þar sem mikil döðlurækt fer fram, er u.þ.b. 32 km frá höfuðborginni.  Að öðru leyti er furstadæmið óbyggð eyðimörk.  Árin 1965-72 var frímerkja sala veruleg tekjulind.

Gasbirgðir eru í jörðu í furstadæminu en engin olía hefur fundizt enn þá.  Íbúarnir njóta rafmagns og nokkurra annarra nútímaþæginda en að öðru leyti er þetta óþróaðasta landið í S.a. furstadæmunum.  Heildarflatarmál landsins er í kringum 780 km² og áætlaður íbúafjöldi 1991 var 27 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM