Ra's al--Khaymah,
Flag of United Arab Emirates


Ra’s al-KHAYMAH
SAF

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Ra's al-Khaymah er eitt hinna sjö Sameinuðu arabísku furstadæma.  Það nær yfir tvo óreglulega lagaða hluta á Ómanskaga, sem báðir hafa höfuðstefnuna norður-suður.  Norðurhlutinn Deilir Ru’us al-Jibal-skaga með Óman og strandlengja þess við Persaflóa er 56 km löng.  Syðri hlutinn er skilinn frá hinum nyrðri af hluta furstadæmisins Al-fujayrah.  Al-fujayrah sker líka lítinn suðurhluta frá hinum.  Aðliggjandi svæði umhverfis ríkið eru svo stjórnmálalega ólík, að þeim má skipta í 10 hluta.  Átta þeirra tilheyra fimm hinna furstadæmanna og hin tvö tlheyra Óman og Ru’us al-Hibal.  Ra’s al-Khaymah er u.þ.b. 1700 km².  Höfuðborgin er eina þettbýlissvæði landsins.

Ra’s al-Khaymah var ekki eitt hinna svnonefndu Vopnahlésríkja, því það var hlut af ash-Shariqah mestan fyrri part sögu sinnar.  Leiðtogar þess voru Qawasim-sjóræningjafurstar og samnefnd höfuðborgin var löngum aðalmiðstöð þeirra.  Síðla á 16. öld áttu Portúgalar þar virki, sem þeir kölluðu Julfa eða Julfar.  Persar ráku Portúgala brott 1622.  Hollendingar voru þá að byggja upp viðskipti sín á svæðinu en þeir hurfu af sjónarsviðinu um miðja 18. öldina.  Sjóræningjar, sem höfðu aðalaðsetur í höfuðborginni færðu sig stöðugt upp á skaftið og fóru að ráðast á brezk skip og drápu stundum áhafnir þeirra eða kröfðust lausnargjalds fyrir þær.  Sultan ibn Saqr (1803-66) var höfðingi sjóræningjanna.  Árið 1819 var höfuðborgin umsetin og fell loks í hendur Breta.  Árið 1820 neyddu Bretar Sultan til að undirrita friðarsamninga.  Eins og önnur furstadæmi samþykkti hann líka friðarsamninga varðandi hafsvæðin.  Árið 1869 varð furstadæmið sjálfstætt ríku undir stjórn Hamayd ibn ‘Abd Allah, sonarsonar Sultans en við dauða hans árið 1900 féll það aftur undir ashðShariqah og fékk ekki viðurkenningu Breta sem sjálfstætt ríki fyrr en 1919.

Þegar Bretar hurfu á brott frá Persaflóa 1971, ristu deilur um smáeyjarnar Stóru- og Litlu Bunb í Persaflóa, u.þ.b. 80 km norðvestan Ra’s al-Khaymah-borgar.  Þær höfðu löngum verið þrætuepli minni Ra’s al-Khaymah og Írans.  Hinn 30. nóvember 1971 lentu íranskar hersveitir á stærri eyjunni og lentu í átökum við lögreglu Ra’s al-Khaymah.  Eyjarnar féllu Írönum í hendur.

Ra’s al-Khaymah sker sig úr vegna hins mikla landbúnaðar, sem er stundaður þar, og krefst u.þ.b. helmings vinnuafls landsins.  Þarna er mikið ræktað af kali, lauk, tómötum, döðlum, tóbaki og ávöxtum (einkum banönum og sítrusávöxtum).  Ræktunarsvæðin eru meðfram ströndinni í grennd höfuðborgarinnar og afurðirnar eru einkum seldar innanlands og lítið eitt til annarra bandalagsríkja.  Annars staðar með ströndum fram hefur dregið úr atvinnutækifærum vegna samdráttar í perluiðnaði og mikill fólksflótti hefur átt sér stað.  Shihuh-fólkið í Ru’us al-Jibal selur umframframleiðslu af döðlum og ræktar geitur.  Olíuleit á landi og á hafsbotni hefur ekki borið árangur.  Furstadæmið hefur þegið styrki frá Sádi-Arabíu og Kúveit og hinum ríkari bandalagsríkjunum, Abu Dhabi og Dubayy.  Árin 1964-72 var mikið selt af frímerkjum til safnara.

Nafn höfuðborgarinnar, Ra’s al-Khaymah, sem þýðir tjaldstæðið, er dregið af tjaldi, sem fyrrum höfðingi á staðnum lét reisa sem siglingamerki.  Þarna hefur verið höfn frá fornu fari og hún var færð í nútímabúning síðla á 20. öldinni.  Nú er hótel með spilavíti í borginni.  Þar eru líka sementsverksmiðja, límónuverksmiðja og framleiðsla sprengiefnis.  Borgin er í vegasambandi við Dubayy-borg og ash-Shariqah-borg og utan borgar er millilandaflugvöllur.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1985 var 117 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM