Ómanflói,
Flag of United Arab Emirates


ÓMANFLÓI
.

.

Utanríkisrnt.

Ómanflói teygist norðvestur úr Arabíuhafi milli austurhluta Óman á Arabíuskaga og Írans.  Flóinn er 320 km breiður milli al-Hadd-höfða í Óman og Gwadar-flóa við landamæri Írans og Pakistan.  Hann er 560 km langur og tengist Persaflóa í norðvestri um Hormuzsund.  Meðal lítilla hafnarbæja þar eru Suhar, al-Khaburah, Muscat og Sur í Óman og Jask og Bandar Beheshti í Íran.  Þarna eru stundaðar fiskveiðar í smáum stíl en aðalmikilvægi flóans er siglingaleiðir frá olíulindunum við Persaflóa.  Ómanflói er eina leiðin frá Arabíuhafi og Indlandshafi inn í Persaflóa.  Allir, sem hafa hagsmuni af olíulindunum, vilja að þar ríki ítrasta öryggi og friður.






 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM