Khawr Fakkan,
Flag of United Arab Emirates


KHAWR FAKKAN
SAF

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Khawr Fakkan er bæði úthérað og hafnarborg í ash-Shariqah furstadæminu.  Borgin er á austurströnd Ómanskaga við Ómanflóa.  Borgin og höfnin skipta furstadæminu Al-Fuijayrah í tvo aðalhluta þess.

Borgin er við náttúruhöfn í vík (khaw) og var mikilvæg á miðöldum.  Afonso de Albuquerque, varakonungur og landstjóri í Indlandi reyndi að leggja hana undir sig 1507 og lagði hana að mestu í rúst. Næstu tvær aldirnar börðust Portúgalar, Ómnanar, Indverjar og Persar um hana og Ómönum veitti bezt.  Furstinn í ash-Sariqah, sem þá var bandamaður soldánsins í Muscat og Óman, nýtti sér fjarveru fjarveru vinar síns í Afríku 1832 og lagði Khwr Fakkan undir sig auk mests hluta Shumayliyah-héraðsins umhverfis borgina.  Þegar Bretar viðurkenndu sjálfstæði Al-Fuiayrah 1952, féll mestur hluti þessa svæðis til Al-Fuiayrah en Khawr Fakkan var áfram hluti ash-Shariqah.  Lítill hluti landamæra þessa svæðis liggur að Ra’s al-Khaymah furstadæminu í vestri en í suðri er umdeilt svæði, sem Óman gerir kröfu til.

Fátt er um náttúruhafnir í S.a. furstadæmunum og Khawr Fakkan er einhver hin bezta þeirra en lítið hefur verið fjárfest í mannvirkjum þar vegna stjórnmálaástands og einangrunar.  Nútímavæðingin hefur aðallega beinzt að ash-Sharigah-borg, höfuðborg furstadæmisins við Persaflóa.  Þegar S.a. furstadæmin fengu sjálfstæði 1971, var Khawr Fakkan iðandi hafnarborg.  Þar byggðist allt á smygli á gulli og margs konar munaðarvöru yfir Ómanflóa og Arabíuhaf til Indlands og Pakistan.  Nú er þar aðeins sementsverksmiðja og pípugerð.

Ash-Shariqah seldi mikið af frímerkjum til safnara frá 1964 og hafði dágóðar tekjur af því.  Áætlaður íbúafjöldi 1980 var tæplega 11 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM