Dubayy
er eitt hinna sjö Sameinuðu arabísku furstadæma og hið næststærsta
að íbúafjölda. Heildarflatarmál
þess er 3900 km². Það
er nokkurnveginn ferhyrnt í lögun og 72 km þess liggja að Persaflóa.
Höfuðborgin er Dubayy-borg, sem er stærsta borg bandalagsríkjanna.
Hún er við vík í norðausturhluta landsins. Rúmlega 90% íbúanna býr í höfuðborginni og nágrenni
hennar. Dubayy er umlukt
Abu Dhabi furstadæminu til suðurs og vesturs og ash-Shariqah til
austurs og norðausturs. Al-Hajarayn
í Wadi Hattá, 40 km frá næsta yfirráðasvæði Dubayy, tilheyrir
furstadæminu.
Kunnungt
er um byggð á borgarsvæði Dubayy síðan 1799.
Árið 1820 samþykkti hin ólögráða fursti landsins friðarsamninga
við Breta en landið var að mestu undir yfirráðum Abu Dhabi til
1833. Þá fór hópur Al
bu Falasah-fjölskyldunnar af Bani Yas-ættinni, aðallega
perlufiskimenn, til Abu Dhabi til að berja á keppinautum sínum og tók
Dubayy-borg án mótspyrnu. Þá
varð Dubayy að voldugu ríki á mælikvarða þessa heimshluta og oft
sló í brýnu við fyrrum herraþjóðir landsins.
Qawasim-sjóræningjarnir reyndu að ná borginni aftur en
furstunum tókst að halda sjálfstæðinu með því að etja nágrannaríkunum
saman, þegar mesta hættan steðjaði að.
Dubayy varð aðili að sömu samningum við Breta og hin furstadæmin
á svæðinu
Furstar
Dubayy hlúðu að verzlun og viðskiptum ólíkt furstum annarra
furstadæma við Persaflóa. Í
upphafi 20. aldar var Dubayy-höfn mikilvæg miðstöð verzlunar. Fjöldi erlendra kaupmanna, aðallega indverskra, settist þar
að. Fram undir 1930 var
borgin kunn vegna perluútflutings.
Á síðari tímum hefur borgin ásamt tvíburaborg sinni,
Dayrah, handan víkurinnar, orðið að miðstöð innflutnings vestræns
varnings Flestir bankar og
tryggingarfyrirtæki bandalagsríkjanna eiga aðalstöðvar í
Dubayy-borg. Eftir
gengisfellingu rúpíunnar 1966 tók landið höndum saman við Qatar um
gjaldmiðilsbreytingu og útkoman varð Qatar/Dubayy ríyal.
Árið 1972 tóku öll bandalagsríkin upp sameiginlegan gjaldmiðil,
dirham. Í Dubayy er stunduð
fríverzlun með gull og lífleg smyglviðskipti eru í gangi með
gullstangir til Indlands, þar sem eru takmarkanir á innflutningi.
Árið
1966 fannst olíulindasvæðið Fath (Fateh eða Fatta) á hafsbotni í
Persaflóa í kringum 120 km vestan Dubayy-borgar, þar sem ríkið hafði
veitt einkaleyfi til rannsókna og olíuvinnslu.
Á áttunda áratugnum var komið þar fyrir þremur 500 þúsund
tunna geymum á hafsbotni. Þeir
eru í laginu eins og kampavínsglös á hvolfi og eru almennt kallaðir
Pýramídarnir þrír. Áætlaðar
olíubirgðir landsins eru í kringum tuttugasti hluti birgða nágrannans
Abu Dhabi en tekjurnar af olíunni og verzlun hafa gert Dubayy að auðugu
ríki. Síðla á áttunda
áratugnum var byggð álverksmiðja og gasstöð í grennd við
Dybayy-borg. Borgin er mjög
nútímaleg og utan hennar er millilandaflugvöllur.
Ný hafskipahöfn, Rashid-höfn, var opnuð 1972 og þar er hægt
að taka risaolíuskip í slipp síðan 1979.
Dubayy-borg er tengd malbikuðu vegakerfi við Ra’s
al-Khayman-borg og Abu Dhabi-borg. Áætlaður íbúafjöldi borgarinnar 1980 var 270 þúsund
og alls í furstadæminu hálf miljón. |