Ash Shariqah,
Flag of United Arab Emirates


ASH SHARIQAH
SAF

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Ash-Shariqah er eitt hinna sjö S.a. furstadæma.  Landamæri þessi eru víða óljós en ógregluleg lögun þess hefur í aðalatriðum stefnuna norðvestur-suðaustur u.þ.b. 100 km frá Persaflóa að miðjum Ómanskaga  Landið nær líka yfir þrjú afmörkuð svæði á austurhluta skagans, Diba (sameign með Al-Fujayrah og Óman), Khawr Fakkan og Kalba.  Vegna mikils pólitísks ágreinings á svæðinu á landið sameiginleg landamæri að öllum hinum furstadæmunum í bandalaginu auk soldánsdæmisins Óman.  Heildarflatarmál landsins er u.þ.b. 2600 km².  Höfuðborgin og að aðalþéttbýlið er ash-Shariqah-borg við Persaflóa.

Höfðingjaætt landsins, Qawasim, var valdamest meðal sjóræningja frá upphafi 18. aldar.  Hún skirrtist ekki við að ráðast á skip frá öllum þjóðum frá aðalmiðstöðvum sínum í ash-Shariqah-borg og Ras al-Hjaimah-borg og ógnuðu herstöðvum Bushire (Bushehr) og Breta á austanverðri strönd Ómanflóa.  Aðalforingi sjóræningjanna var Sultan ibn Saqr, fursti ash-Shariqah (1803-66).  Breski flotanum tókst að sigra sjóræningjana 1820 og leggja Ras al-Khaimah-borg í eyði og þvinga furstana við Persaflóa til að undirrita friðarsamninga sama ár auk friðarsamninga á hafinu 1835 og 1853.  Samkvæmt heildarsamningu við Breta 1892 tóku þeir að sér utanríkismál furstadæmanna.  Á 19. öldinni var mikil áherzla lögð á verndun siglingaleiða fyrir sjóræningjum og Bretar skiptu sér ekki af vopnuðum átökum milli Qawasim-fjölskyldunnar og Abu Dhabi 1825-31, þegar hún reyndi að leggja undir sig landið.

Höfn ash-Shariqah-borgar var löngum hin hernaðarlega- og viðskiptalega mikilvægasta við Persaflóa.  Bretum var þetta ljóst, þegar þeir skipuðu þar innlendan umboðsmann og síðar (1823) brezkan.  Höfn borgainnar fylltist smám saman af sandi og Dubayy-borg tók við hlutverkinu og Bretar fluttu umboðsmann sinn þangað 1854.  Annar umboðsmaður var settur í Abu Dhabi-borg 1961, þegar Bretar hurfu á brott frá Persaflóa og hið nýja bandalag furstadæmanna var stofnað.

Áður en Íran fékk sjálfstæði gerðu yfirvöld þar kröfu til ash-Shariqah-eyjar í flóanum norðvestan ash-Shariqah-borgar og sendi herlið þangað.  Samkomulag varð um að þjóðfánar beggja landanna skyldu blakta yfir eyjunni og væntanlegir olíufundir á svæðinu skiptust milli þeirra.  Alvarlegri árekstrar milli Írana og Ras al-Khaimah furstadæmisins vegna Stóru- og Litlu-Tunb-eyja ollu því, að nokkur arabaríki rufu stjórnmálasamband við Íran og Bretland.

Nútímavæðing furstadæmisins er að mestu bundin við höfuðborgina.  Nýjar byggingar hafa risið og höfnin tekur við hafskipum, gámum og frystivöru.  Léttur iðnaður hefur vaxið og borgin á sinn millilandaflugvöll.  Ash-Shariqah-borg er tengd vegakerfinu til Ras al-Khaimah-borg og Abu Dhabi-borg.  Íbúar Khawr Fakkan við Ómanflóa, sem tilheyrir furstadæminu, reka ábatasamt gullsmygl til Indlands og þar er aðsetur Hafrannsóknarstofnunar furstadæmanna.  Árin 1964-72 var aðaltekjulind landsins sala frímerkja til safnara.  Áætlaður íbúafjöldi 1991 var 314 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM