Al Fujayrah,
Flag of United Arab Emirates


Al FUJAYRAH
SAF

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Al-Fujayrah (Fujairah) er hið eina hinna sjö Sameinuðu arabísku furstadæma, sem liggur ekki að Persaflóa.  Strandlengja þess er á Ómanskaga (á suðausturhorni Arabíuskaga) að Ómanflóa.  Heildarflatarmál landsins er í kringum 1300 km² og áætlaður íbúafjöldi árið 1991 var 63 þúsund. Landamærin eru víða óviss, enda skiptist landið í marga smáhluta, sem eru umluktir öðrum furstadæmum.

Nútímasaga landsins er eins og ólgusjór vegna valdabaráttu milli furstanna í Ash-Shariqah, sem innlimuðu Al-Fujayrah 1850 og furstanna þar, sem óskuðu einskis fremur en sjálfstæðis.  Al-Fuiayrah var eina furstadæmið í núverandi bandalagi, sem Bretar viðurkenndu ekki sem sjálfstætt ríki á 19. öld, heldur litu á það sem hluta Ash-Shariqah.  Furstinn í al-Fuiayrah gerði uppreisn gegn ash-Shariqah og árið 1885 var landið orðið fullvalda.  Bæði soldánsdæmið Muscat og Óman og furstadæmið Abu Dhabi gerðu kröfu til landsins en Bretar léðu því ekki máls.  Árið 1952 viðurkenndu Bretar furstadæmið sem sjálfstætt ríki.  Furstinn samþykkti sömu samninga og hin furstadæmin höfðu þegar gert. 

Landið er sárafátækt.  Einhver landbúnaður er stundaður í hæðunum upp af ströndinni, þar sem er aðallega ræktað tóbak og lítið eitt af korni.  Nokkrir fiskibátar eru í höfnunum við Ómanflóa.  Báta- og skipasmíðar eru mikilvægur atvinnuvegur og flísaverksmiðjur voru reistar í Al-Fujayrah-borg, aðalþéttbýlisstað og höfuðborg landsins.  Eftir að nýja gámahöfn borgarinnar var opnuð á níunda áratugnum hefur borgin orðið mikilvægari fyrir umskipun.  Diba, sem skiptist milli Ash-Shariqah og Al-Fujayrah, er í norðurhlutanum.  Vegir með bundnu slitlagi hafa verið byggðir þvert yfir skagann frá höfuðborginni til Ash-Shariqah-borgar og líka meðfram Ómanflóa.  Frá 1964 til 1972 gaf ríkið mikið út af frímerkjum fyrir safnara.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM