Rúmenía náttúran,
[Romanian flag]


RÚMENÍA
NÁTTÚRAN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Loftslagið.  Í Transylvaníulægðinni, Karpatafjöllum og á vesturláglendinu eru sumur heit og vetur kaldir.  Mestur hiti hefur mælzt 37,8°C og mesta frost –31,7¨C á þessum slóðum.  Þó er hlýrra á sumrin á láglendissvæðum Valachia, Moldavia og Dobruja og stundum verulega kalt á veturna.  Mestur hiti í Búkarest hefur mælzt 38,9°C og mestur kuldi –23,9°C.  Úrkoman er að meðaltali 508 mm á sléttunum og att að 1016 mm uppi í fjöllum.  Mestur hluti úrkomunnar fellur á hlýjasta tíma ársins.

Náttúruauðlindir.  Helzti auður landsins liggur í fjósömu landi en þar finnst einnig olía, náttúrulegt gas, salt, kol, brúnkol, járngrýti, kopar, báxít, króm, magnesium, blý og sink.

Flóran
.  Steppurnar í Valacia og Moldavia, sem hafa að mestu verið brotnar til landbúnaðar, eru skógi vaxnar inni á milli.  Ávaxtatré eru algeng neðantil í fjallahlíðum og aðeins ofar eru lauftré, s.s. birki, beyki og eik, algeng.  Hærra vaxa barrtré, einkum fura og greni.  Ofan trjálínu (1750m) tekur við alpaflóra. 

Fánan.  Víðast um landið er gnægð villtra dýra.  Hin stærstu þeirra halda sig aðallega í Karpatafjöllum, s.s. villisvín, úlfar, gaupur, refir, birnir, dádýr, greifingjar, gemsur og merðir.  Tegundir fugal eru geysimargar, m.a. vegna þess, að ósar Dónár eru viðkomustaður aragrúa farfugla.  Þar er nú stórt, friðað svæði.  Meðal fiska, sem finnast í ánum og í Svartahafinu eru gedda, vatnakarfi, lúða, síld, lax, karfi og áll.

Jarðvegur er víðast frjósamur.  Í vesturhlutanum er hann nokkuð blandaður kalki en í austurhlutanum er hann mjög dökkur og vel fallinn til ræktunar ýmiss konar korntegunda.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM