Rúmenía íbúarnir,
[Romanian flag]


RÚMENÍA
ÍBÚARNIR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Næstum 78% íbúanna, eru afkomendur þjóðflokka, sem réðu landinu (Daciu) í kringum árið 106 e.Kr. og Rómverja, sem settust þar að.  Ungverjar, sem búa aðallega í Transylvaníu, eru u.þ.b. 11% þjóðarinnar.  Sígaunar eru u.þ.b. 10% og Þjóðverjar nálega 1%.  Þar að auki eru fámennir hópar Úkraínumanna, slóvaka, Búlgara, tatara, gyðinga, Rússa, serba, króata og Tyrkja.  Erjur milli þjóðflokka hafa verið áberandi síðan kommúnisminn leið undir lok.  Árið 1991 olli þessi ófriður talsverðum flótta til Þýzkalands og Austurríkis en flestir flóttamennirnir voru sendir aftur heim 1992.  Árið 1990 urðu margir Ungverjar að flýja land og talsvert hefur borið á gyðingahatri.  Áætlaður íbúafjöldi 1995 var 23.505.000 (u.þ.b. 99 manns á km²).  Næstum 56% íbúanna býr í þéttbýli.

Trúarbrögð
.  Rétttrúnaðarkirkjan nær til 70-80% íbúanna.  Talsverður fjöldi er rómversk-katólskur, einkum Ungverjar, svabar og Þjóðverjar í Transylvaníu og Banat.  Mótmælendur skiptast í ýmsar kirkjudeildir og múslimar eru meðal tatara og Tyrkja í Dobrujahéraði.

Tungumál.  Opinbert tungumál landsins er rúmenska, sem næstum allir íbúarnir hafa vald á.  Þetta er rómaskt mál, sem hljómar ekki ólíkt ítölsku.  Önnur mál eru m.a. ungverska, þýzka, tyrkneska, serbókróatíska, rómaní (tunga sígauna) og jiddi (tunga gyðinga).

Menntun.  Rúmensk börn á aldrinum 6-15 ára eru skólaskyld og menntun þeirra er frí.  Flestir kjósa að halda skólagöngu áfram að grunnskólanum loknum.  Læsi er u.þ.b. 95%.  Menntakerfið byggist mikið á verklegri og tæknilegri fræðslu.  Snemma á níunda áratugnum voru sjö almennir háskólar og fjórir tækniháskólar í landinu.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM