Perú sagan I,
Flag of Peru


PERÚ
 SAGAN I

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Líklega hefur landiđ veriđ byggt fólki í rúm lega 13.000 ár.  Í kringum 1250 f.Kr. ţróađist menning chavín, chimú, nazca og tiwanaku í ýmsum hlutum landsins en landsvćđiđ, sem nú heitir Perú var ekki sameinađ fyrr en 1438, ţegar inkar hófu landvinninga sína frá Cuzco.  Nćstu 50 árin tókst ţeim ađ sameina svćđi, sem nćr yfir núverandi Perú, Bólivíu, Norđur-Argentínu, Síle og Ekvador.  Inna ţessa svćđis stofnuđu inkar einrćđisríki, ţar sem ćttarhöfđinginn ásamt fáum útvöldum gat stjórnađ sljóum ţegnum ţess.

Inkar. 
Líkt og aztekar komu inkar seint fram á sögusviđiđ.  Ţjóđsögur ţeirra ná ekki lengra aftur en til aldamótanna 1200, ţegar fyrsti keisari ţeirra komst til valda.  Ţeir miđuđu sögu sína viđ stjórnendur sína líkt og ţjóđir gamla heimsins en ólikt öđrum innfćddum ţjóđuum nýja heimsins.  Flestar heimildir geta um 13 keisara.  Hinna fyrstu sjö er lítt getiđ og vafalítiđ ekki miklir fyrir sér.  Sagnirnar um ţá eru hlađnar ómögulegum og ólíklegum atvikum, einkum um hins ţjóđsagnalega stofnanda inkaríkisins, Manco Capac.  Ţá voru inkar lítil ćttkvísl og ríki ţeirra náđi ekki langt út frá höfuđborg ţeirra Cuzco.  Ţeir áttu nćstum í stöđugum útistöđum viđ nágranna sína.

Hin ótrúlega útţensla inkaríkisins hófst á valdadögum Viracocha, sonar Pachacuti, sem var einn hinna miklu sigurvegara.  Ţegar hann tók viđ völdum 1438, hófst áreiđanleg saga inkanna eins og langflestum heimildum ber saman um.  Brezki landfrćđingurinn og sagnfrćđingurinn Sir Clements Markham kallađi hann mesta manninn, sem innfćdd ćttkvísl hafđi getiđ af sér í Ameríku.  Hann og sonur hans, Topa Inca, standast samanburđ viđ Filip og Alexander af Makedóníu.  Pachacuti var mikill skipuleggjandi og heimildir eigna honum skipulag Cuzco og byggingu margra steinhúsa, sem vekja enn ţá undrun gesta í ţessari fornu borg.

Skyndilegir landvinningar inkanna eru međal einstökustu atvika sögunnar.  Ţeir náđu yfir tćplega eina öld, frá valdatöku Pachacuti 1438 fram ađ landvinningum Francisco Pizarro 1532.  Mestu landvinningarnir urđu á 30 ára tímabili, 1463-93, ţegar Pachacuti og sonur hans voru viđ völd.  Ţegar ríkiđ var stćrst náđi ţađ frá núverandi landamćrum Kólumbíu og Ekvador ađ Miđ-Síle međ rúmlega 4100 km langri strandlengju og tćplega 1 miljón km˛ flatarmáli.

Inkar byrjuđu á ţví ađ sigra aymara-fólkiđ í kringum Titicaca-vatniđ, colla og lupaca og síđan chanca í vestri.  Chanca-fólkiđ réđist á Cuzco og tókst nćstum ađ leggja borgina undir sig.  Ađ ţessum dáđum drýgđum var lítiđ um mótspyrnu.  Ţjóđflokkarnir í norđri, alla leiđ til Quito í Ekvador, voru undirokađir, ţ.m.t. voldugt konungsríki chimú á norđurströnd Perú.  Topa Inca tók síđan viđ völdum af föđur sínum og snéri athyglinni til suđurs og náđi öllum norđurhluta Síle undir sig ađ Maule-ánni.  Sonur hans, Huayna Capac, hélt áfram landvinningum í Ekvador ađ Ancasmayo-ánni, sem rennur á núverandi landamćrum Ekvardor og Kólumbíu.

Koma Evrópumanna.  Áhugi Spánverja á vesturstönd Suđur-Ameríku vakani eftir ađ Vaxco Núnez de Balboa fann Kyrrahafiđ áriđ 1513 en Francisco Pizarro fór ekki á stúfana fyrr en 1524 og naut ađstođar annars hermanns, Diego de Almagro, og prestsins Hernando de Luque viđ hernám Perú.  Ţremur árum síđar höfđu ţeir sannfćrzt um auđlegđ Inkaríkisins.  Pizarro tókst ekki ađ afla sér frekari stuđnings landstjórans í Panama og snéri aftur til Spánar, ţar sem hann fékk umbođ frá Karli I konungi til ađ leggja undir sig og stjórna tćplega 1000 km löngu svćđi sunnan Panama.  Ţegar hann kom til Panama međ bróđur sínum, varđ Almagro öskuillur vegna valdanna, sem Pizarro hafđi fengiđ en hélt engu ađ síđur áfram samstarfi viđ hann.  Í kringum áramótin 1530-31 hélt hann aftur til Perú međ 180 menn.  Hann kom sér fyrir í San Miguel á norđurströnd Perú og fór yfir fjöllin til ađ komast í samband viđ inkann Atahuallpa, sem hafđi nýveriđ tekizt ađ bola hálfbróđur sínum, Huascar, frá völdum eftir blóđuga borgarastyrjöld.  Atahuallpa hafđi ţá ađsetur í Cajamarca međ 30.000 manna her.  Hann leit ţennan fámenna hóp Spánverja fyrirlitningaraugum en samţykkti ađ hitta Pizarro í Cajamarca.  Eftir ađ Atahuallpa afţakkađi ađ verđa lénsherra Spánverja tóku ţeir hann höndum.  Eftir ađ menn hans höfđu safnađ saman miklu lausnargjaldi fyrir frelsi hans tóku Spánverjar hann af lífi fyrir bróđurmorđiđ.  Pizarro viđurkenndi síđan Manco Capac, bróđur Huascar, sem keisara til ađ ná valdi á indíánunum.  Í nóvember 1533 náđu Spánverjar Cuzco á sitt vald.

Nýlendutíminn.  Spánverjar styrktu sig stöđugt í sessi.  Ţeir náđu borginni Quito undir sig og Diego de Almagro fór til ađ leggja Síle undir sig.  Pizarro kom á spćnskri stjórn í Cuzco og áriđ 1535 stofnađi hann nýju borgina Lima viđ ströndina til ađ koma á góđu sambandi viđ Panama á sjó.  Hann skipti landi á milli manna sinna.  Ţeir fengu leyfi til ađ nota indíánana sem vinnuafl og innheimta skatta af ţeim.  Í kjölfar ţessara ađgerđa gerđi Manco Capac misheppnađa uppreisn og blóđug átök urđu milli sigurvegaranna innbyrđis um fenginn.  Almagro áttađi sig á fátćkt Sílemanna og reyndi ađ ná Cuzco frá mönnum Pizarros.  Hann beiđ ósigur og var tekinn af lífi 1538.  Fylgismenn hans héldu áfram svikráđum sínum međ syni Almagros og tókst ađ drepa Pizarro áriđ 1541.  Umbođsmađur spćnsku krúnunnar, sem var sendur til landsins, lét handsama son Almagros og taka hann af lífi 1542.

Skálmöldinni var ekki ţar međ lokiđ.  Spánarkonungur setti ný lög 1542 um skiptingu lands í Perú og Síle af mannúđarástćđum og ótta viđ lénskipulag.  Ţessi lög ógnuđu tilvist landsherranna.  Ţegar Blasco Núnez Vela, varakonungur, kom til Perú 1544 til ađ framfylgja nýju lögunum, gerđu sigurvegararnir uppreisn gegn honum undir stjórn Gonzalo Pizarro.  Pizarro hélt völdum í tvö ár ţar til spćnskur flugumađur, Pedro de la Basca, gróf undan völdum hans.

Ţađ tók varakonunginn Andrés Hurtado de Mendoza (1555-61), nćstum áratug ađ ná tökum á hinum óeirđasömu sigurvegurum.  Ekki var reynt ađ koma á skipulegri stjórn á hinu stóra indíánaţjóđfélagi komst ekki á fyrr en á stjórnarárum varakonungsins Francisco de Toledo (1569-81).  Hann lagađi skipulag indíánanna ađ stjórnskipun Spánverja.  Indíánahöfđingjar stjórnuđu innri málum samkvćmt sínum venjum en voru ábyrgir fyrir innheimtu skatta og útvegun vinnuafls í ţegnskylduvinnu.  Spćnskir umbođsmenn voru skipađir til ađ gćta hagsmuna krúnunnar og indíána.  Toledo óttađist ađ sonur Manco Capac, Tupac Amaru, gćti reynzt hćttulegur og lét taka hann af lífi 1571.

Í lok stjórnartíđar Toledo var skipulag varakonungsdćmisins komiđ í ţađ horf, sem ţađ hafđi fram á 18. öld.  Ţađ náđi yfir alla Suđur-Ameríku nema Venesúela og Brasilíu (Portúgal).  Nautgriparćkt og rćktun hélt áfram en vinnsla verđmćtra málam, einkum silfurs, var ađaliđnađurinn, sem gerđi nýlenduna hina mikilvćgusti í spćnska heimsveldinu.  Fundur hinna auđugu Potosináma áriđ 1545 og síđarHuancaelica-kvikasilfursnámanna, sem voru nýttar til vinnslu silfursins, var gífurlega mikilvćgur.

Miđstöđ allra auđsuppsprettnanna og valda í Peru var höfuđborgin og ađssetur varakonungsins, Lima.  Á á 16. og 17. öld réđu varakonungarnir mestum hluta spćnsnku Spćnsku Suđur-Ameríku.  Hirđ varakonungsdćmisins var hátindur hins ţaulskipulagđa valdapýramída í greinilega stéttaskiptu ţjóđfélagi, sem byggđist á nauđungarvinnu indíánanna, og lađađi ađ sér metnađarfullt fólk á pólitískum vettvangi, lista- og menntamenn.

Lima var ađsetu hćstaréttar, sem útdeildi konunglegu réttlćti og miđstöđ trúarinnar, menningar og viđskipta.  Erkibiskupinn var ćđsta vald kirkjunnar í Perú.  Margar reglur katólskra komu sér upp klaustrum og rannsóknarrétturinn vann hörđum höndum ađ útrýmingu villutrúar.  San Marcos-háskólinn var ađalmenntastofnun landsins.  Spćnska einokunarverzlunin malađi gull í vasa kaupmannanna, sem notuđu höfnina í Callao fyrir viđskiptin milli Evrópu og spćnsku nýlendnanna í Suđur-Ameríku, allt frá Quito til Síle Kyrrahafsmegin og alla leiđ til Buenos Aires Atlantshafsmegin.  Samkvćmt einokunarlögunum urđu öll ţessi viđskipti ađ fara um hendur kaupmannanna í Lima.

Ýmis konar vandamál komu upp í ţessu stjórnkerfi á síđari hluta 17. aldar.  Ţá tóku erlendir og leyfislausir „kaupmenn” upp á ţví ađ stunda viđskipti fram hjá kerfinu, sjórćningjar hirtu hluta afrakstursins í auknum mćli og mútuţćgni jókst međal embćttismanna.  Ţetta voru glögg merki um rotnandi innviđi spćnska kerfisins og dvínandi ítök ţess í milliríkjaviđskiptum.  Vinnsla eđalmálma og viđskipti međ á dróst saman.

Örvćntingarfull viđbrögđ stjórnvalda, sem gripu til margs konar umbótaađgerđa á 18. öldinni, gerđu lítiđ annađ en ađ flćkja málin frekar.  Spánverjar fćrđu m.a. valdamiđju nýlendnanna til Nýja-Granada og hafnarinnar  í Gayalquil (nú í Ekvador) eftir ađ búrbónćttin tók viđ völdum af habsborgurum á Spáni.  Einhverjar ţessara „umbóta” virkuđu greinilega, ţví efnahagur Perús vćnkađist.  Á árunum 1777-78 stofnađi spćnska stjórnin annađ varakonungsdćmi, Río de la Plata, og svipti varakonunginn í Perú yfirráđum yfir Efra-Perú og svćđunum, ţar sem eru nú Argentína, Paragvć og Úrúgvć.  Síle fékk nokkurs konar heimastjórn.  Ţessar ráđstafanir veiktu perúska varakonungsdćmiđ enn meir vegna ţess ađ silfurnámurnar í Efra-Perú hurfu úr efnahagskerfinu.  Tjóniđ óx enn ţá meira vegna umbóta á viđskiptasviđinu, ţegar kaupmenn á Atlantshafsströndinni fengu leyfi til beinna viđskipta viđ Spán.

Innanríkisdeilur juku vandann.  Indíánarnir, sem höfđu veriđ kúgađir allt frá upphafi nýlendutímans, gerđu uppreisn 1780 međ Tupac Amaru II í fararbroddi.  Hann var menntađur og auđugur mađur og afkomandi síđasta keisara inka.  Uppreisnin fór eins og eldur í sinu um landiđ og inn í Efra-Perú og Ekvador.  Handtaka og líflát Tupac Amaru II áriđ 1781 dró ekki úr átökunum fyrr en 1783.

Evrópska upplýsingarstefna leiddi menningarstrauma til Perú á 18. og 19. öld međ bókmenntum og rannsóknarleiđöngrum til landsins á árunum 1778 og 1793, sem urđu til stofnunar menningar- og vísindaklúbbs í Lima (Félag ţjóđarvina Perú).

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM