Panama efnahagur,
Flag of Panama


PANAMA
EFNAHAGUR

.

.

Utanríkisrnt.

Fyrir 1990 stóð dvöld bandarísks herliðs í landinu undir 5% þjóðarframleiðslunnar.  Stjórnvöldum landsins var ljóst, að brottflutningur þess ylli efnahagslegum afturkipp.  Þess vegna hafa þau reynt að nýta fyrrum eignir BNA til að draga úr þessum áhrifum.  Þar að auki hafa þau lagt áróðri fyrir grænni ferðaþjónustu lið og lagt áherzlu á endurbótum á vega- og járnbrautakerfum landsins.

Náttúruauðlindir.  Leir, kalksteinn og salt eru aðaljarðefnin, sem eru unnin, en gull, járnsandur og magnesíum hafa verið unnin í smáum stíl.  Talsvert er af óunnum kopar í jörðu og birgðir báxíts, fosfata og kola hafa verið nýtt lítillega sem og byggingarefni (sandur og möl).  Olíubirgðir hafa fundizt fyrir ströndum landsins báðum megin.

Orkumál.  Landsvirkjun Panama sér um dreifingu raforku í landinu.  Mestur hluti hennar er framleiddur í vatnsorkuverum.  Hin fyrstu voru tekin í notkun 1975 í La Yeguada í Veraguashéraði og 1976 við Chepoána.  Hið stærsta í La Fortuna var tekið í notkun 1984.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM