Í
fornöld var Dhofar-svæðið frægt fyrir reykelsi, sem var selt um
allan gamla heiminn.
Snemma á þriðju öld e.Kr. stofnaði arabahöfðingi frá Hira
í Mesópótamíu konungsríki í Óman.
Það entist til valdatöku fyrstu kalífanna.
Ómanar tóku upp islam á sjöundu öld og kusu fyrsta imaminn
751. Á
10. öld náðu Qamatíanar landinu á sitt vald og síðar seljúkar.
Portúgalar
voru fyrstir Evrópumanna til landsins 1507.
Þeir lögðu Masqat undir sig en Bretar, Hollendingar og Íranar
voru keppinautar þeirra.
Þeir urðu að yfirgefa Masqat 1650 og árið 1741 gerði fyrsti
konungur núverandi konungsættar, Ahmed bin Said, Írana úrlæga.
Árið 1861 tók konungurinn sér titilinn soldán.
Sérstöku sambandi við Bretland var komið á fót á síðari
hluta 19. aldar.
Árið
1913 olli samkeppni milli imamsins og soldánsins uppreisn ættflokka
inni í landi, sem studdu imaminn.
Friður komst á aftur 1920 og hélzt til 1954, þegar næst imam
hóf nýja uppreisn, sem Eygptar og Sádiarabar studdu.
Her soldánsins tókst að bæla uppreisnina niður 1959 með hjálp
Breta.
Soldáninn
Said bin Taimur, sem tók við völdum 1932, valt úr sessi fyrir syni sínum,
Qzbus bin Said, í hallarbyltingu 1970.
Nýi soldáninn losaði um stjórnartaumana og varði meira fjármagni
til þróunar.
Hann breytti nafni landsins úr Musqat og Óman í Óman til að
leggja áherzlu á samheldni landsmanna, þótt hann þyrfti lengi að
berjast við marxíska skæruliða í Dhofar, sem Alþýðulýðveldið
Jemen studdi.
Árið
1980 undirritaði soldáninn varnarsamning við BNA gegn aðstöðu
fyrir bandaríska herinn í landinu.
Soldáninn komst að þessari niðurstöðu eftir írönsku
byltinguna og innrás Sovétríkjanna í Afghanistan.
Varnarsamningar við arabísku nágrannaríkin voru gerðir 1982.
Óman var meðal hinna 28 ríkja, sem Sameinuðu þjóðirnar
studdu í baráttunni við Írak í Flóastríðinu 1991.
Samband Ómans við Ísrael batnaði talsvert um miðjan tíunda
áratuginn, þegar Peres var forsætisráðherra.
Árið 1994 lauk viðskiptabanni Óman á Ísrael og leiðir til
friðarviðræðna í Miðausturlöndum opnuðust.
|