Landið
skiptist náttúrulega í þrjú svæði, mjóa strandsléttu, fjallgarða
og hæðir og innsléttuna. Strandsléttan
meðfram Ómanflóa (al-Batinah) er aðallandbúnaðarsvæði landsins.
Grænufjöll (Al Jabal Al Akhdar) eru upp af strandsléttunni.
Þar ná hæstu tindar rúmlega 3000 m hæð.
Strandsléttan teygist suður með Arabíuhafi og er að mestu gróðurlaus,
þótt nokkur ræktun sé stunduð á Dhofar-svæðinu allralengst til
suðvesturs. Helztu náttúruauðæfin eru olían en auk hennar finnst líka
kopar, asbest og marmari í jörðu.
Loftslagið
er að mestu heitt og þurrt. Loftrakinn
með ströndum fram er samt mikill. Meðalárshiti er 28,3°C.
Meðalársúrkoman er víðast minni en 102 mm.
Íbúarnir
voru tæplega 2,2 miljónir árið 1996 (10 manns á hvern km²).
Höfuðborg landsins er Masqat (áætlaður íbúafjöldi 1993
550 þúsund). Tvíburaborg
hennar, Matrah, er mikilvæg hafnarborg.
Meðallífslíkur við fæðingu árið 1995 voru 68 ár fyrir
karla og 72 ár fyrir konur. Íbúarnir
eru að langmestu arabar og í minnihlutahópum eru Indverjar,
Austur-Afríkumenn og aðrir erlendir farandverkamenn í aðalhafnarbæjunum.
Tunga
og trúarbrögð.
Arabíska er opinbert tungumál í landinu.
Meirihluti íbúanna eru ibadhi-múslimar en hinn aðaltrúarhópurinn
er sunni-múslimar.
Menntun
er frí í landinu, þótt skyldunám sé ekki til.
Á áttunda og níunda áratugnum tók menntakerfið stórstígum
framförum og á miðjum tíunda áratugnum stunduðu 470 þúsund
nemenda 900 skóla. Mikil áherzla er lögð á að útrýma ólæsi.
Háskóli Qabus soldáns í grennd við Masqat var stofnaður
1986. Árið 1995 stunduðu
þar 4.296 stúdentar nám. |