Þrándheimur Noregur,
Flag of Norway


ÞRÁNDHEIMUR
(Niðarós)
NOREGUR

.

.

Utanríkisrnt.

Þrándheimur er hafnarborg í Mið-Noregi og stjórnsýslumiðstöð Syðri-Þrándarlaga við Þrándheimsfjörð.  Þrándheimur er erkibiskupssetur og þjónustu- og viðskiptamiðstöð nærliggjandi landbúnaðarhéraða.  Helztu framleiðsluvörur iðnfyrirtækja borgarinnar eru skip, málmar, textílvörur og matvæli.

Niðarósdómkirkjan (11.öld), sem var byggð á grafhýsi Ólafs II hins helga, konungs og verndardýrlings Noregs, er talin fegurst kirkna í Skandinavíu og er notuð við krýningarathafnir konunga landsins.  Þrándheimsháskóli var stofnaður 1968.  Niðarós var stofnaður árið 997 og var höfuðborg landsins til 1380.  Þýzkir herir hernámu borgina í síðari heimsstyrjöldinni.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1995 var 143 þúsund.

Þrándheimur er vinabær Kópavogs

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM