Noregur stjórnsýsla stjórnarfar,
Flag of Norway


NOREGUR
STJÓRNSÝSLA

.

.

Utanríkisrnt.

Noregur er þingbundið konungsríki, þar sem konungsdæmið erfist í beinan karllegg.  Þegar Ólafur V dó árið 1991, tók sonur hans, Haraldur V við völdum.  Stórþingið er löggjafarsamkundan, sem kemur saman ár hvert.  Þingmenn eru 165 og eru kjörnir til fjögurra ára í senn.  Þingið starfar í tveimur deildum, lagaþinginu með fjórðung þingmanna og Odelsþinginu.  Lagafrumvörp vara fyrst í gegnum Odelsþingið og síðan til Lagaþingsins, ef þau eru samþykkt.

Lagaþingið getur samþykkt þau eða sent þau aftur til Odelsþingsins til frekari umræðu.  Komi deildirnar sér ekki saman um afgreiðslu frumvarpa, er haldinn fundur í sameinuðu þingi og tveirþriðjuhlutar atkvæða ráða úrslitum.  Helztu stjórnmálaflokkarnir eru Verkamannaflokkurinn, Íhaldsmenn, Framfaraflokkurinn og Vinstri sósíalistar.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM