Stavangur Noregur,
Flag of Norway


STAVANGUR
NOREGUR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Stavangur er hafnarborg í suðvesturhluta landsins og stjórnsýslumiðstöð Rogalands.  Þar er stunduð fiskverkun, niðursuða fisks, skipasmíðar, tekstíliðnaður, tóbaksiðnaður og olíuhreinsun.  Nokkrar járnbrautaleiðir liggja til borgarinnar og flugsamgöngur eru góðar.

Stór hafskip, sem sigla um Atlantshafið hafa þar reglulega viðkomu.  Borgin státar af velvarðveittri steinkirkju frá 12. öld.  Stavangur var stofnaður á 8. öld og fékk bæjarréttindi árið 1425.  Í síðari heimsstyrjöldinni hersátu Þjóðverjar borgina.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1995 var 104 þúsund.


 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM