Noregur sagan,
Flag of Norway


NOREGUR
SAGAN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Snemmsögulegur tími og sameining ríkisins
Á bronzöld voru íbúar landsins germanar.  Fjalllendin milli fjarða landsins olli takmörkuðu sambandi milli dala- og fjarðabyggðanna og þróun ættarsamfélaga, sem voru undir stjórn smákonunga.  Á víkingatímanum var búið að stofna tiltölulega laustengda þingfjórðunga.

872-930  Haraldur hárfagri konungur, sem var af gamalli höfðingjaætt við Óslófjörð sigraði smákonunga og jarla og sameinaði landið undir eina stjórn.  Margir þessara höfðingja undu ekki hag sínum eftir það og yfirgáfu Noreg með fjölskyldum sínum, búsmala og hyski til að setjast að þar sem þeir gætu strokið um frjálst höfuð.  Fyrsta landnám á Íslandi er skráð árið 874.

9.-10. öld  Sum goðorðin í Noregi komust aftur á legg.  Að Haraldi hárfagra gengnum dró úr valdi  Noregskonunga.  Á þessum tíma dró úr ferðum víkinga og þær liðu smám saman undir lok.  Þátttakendur, sem snéru aftur, gerðust bændur á ný á heimaslóðum.

999-1000  Ólafur Tryggvason konungur barðist fyrir sameiningu með sverðið í annarri hendi og krossinn í hinni.  Hann byggði konungsgarð í Niðarósi (Þrándheimi) og féll í sjóorrustu við eyjuna Rügen gegn sameinuðum Dönum, Svíum og Þrændum.

Konungsvaldið á miðöldum.  Á 11. öld tókst að sameina landið á ný undir einum konungi samtímis útbreiðslu kristninnar.  Harðsvíraðir jarlar í Þrændalögum börðust helzt gegn þessari þróun.  Danir náðu landinu undir sig um skeið.

1015-30  Ólafur helgi.  Valdabarátta Ólafs og útbreiðsla kristninnar var knúin fram með grimmd og hörku.  Ólafur barðist gegn Dönum og Þrændum en varð að hörfa.  Hann féll árið 1030 við Stiklastaði, eftir að hann hafði safnað liði á ný.  Hann varð fljótlega að píslarvætti í hugum manna og lýstur dýrlingur og þjóðhetja Norðmanna.

11. og 12. öld      Barizt um krúnuna.  Á 11. öld sló oft í brýnu við Dani.  Árið 1070 var Björgvin stofnuð.  Á 12. öld óx vald kirkjunnar, sem krafðist þess, að krúnan yrði veitt að léni.

1066-93  Ólafur kofri.  Innviðir ríkisins efldir að kröfum Dana.  Niðarós, Björgvin og Ósló verða að setrum erkibiskupa.

1177-1202  Sverrir konungur var leiðtogi Birkibeina (skór úr birkiberki, sem þeir klæddust í neyð). Hann barðist með árangri gegn áhangendum kirkjunnar og Dönum í suðri.

1217-63  Hákon Hákonarson konungur.  Hápunktur riddaratímans.  Barnabarn Sverris endaði deilur stríðandi fylkinga.  Sjálfstæði Íslendinga lokið 1262-64.

1263-80  Magnús lagabætir.

12. og 13. öld      Byggingarlistin reis hæst í stafkirkjum úr tré, sem sér merki enn þá, s.s. í Heddal, Borgund, Fantoft við Björgvin og í Þjóðminjasafninu í Ósló.

Sambandið við Danmörku.  Allt frá 1319 leiddu konungs mægðir og erfðir til þess, að Norðurlönd sameinuðust.  Árið 1387 var Margrét I, Danadrottning, kjörin einvaldur Norðmanna.  Tíu arum síðar varð Kalmarsambandið að veruleika.

1387-1814  Noregur í konungssambandi við Danmörku.  Aðallinn laut í lægra haldi fyrir
konungsveldinu.  Blómaskeið viðskipta var einkum að þakka Hansakaupmönnum.  Siðbótin fór fram árið 1536 og samtímis fengu Norðmenn danskan landstjóra.  Danska varð að opinberu, kirkjulegu og skólamáli.  Gamalnorska varðveittist meðal fólksins.  Svíar, sem áttu í stöðugum erjum við Dani, réðust inn á norskt land.  Þessar árásir vöktu upp þjóðerniskennd Norðmanna, sem var næstum horfin.  Viðskiptasambönd við önnur ríki en Danmörku vöktu Norðmenn til meðvitundar um eigið ágæti og efldu þjóðernisvitund.

1556-60  Hansaveldið náði hámarki í landinu á 15. og 16. öld en varð að láta undan síga, þegar yfirráðum þeirra lauk í Björgvin 1559.

1624      Námuvinnsla hófst að hluta til með aðstoð þýzkra námumanna.  Í Kóngsberg var unnið silfur 1624 og árið 1644 var farið að grafa eftir kopar í Røros.

1807     Hafnbann Englendinga.  Árás Englendinga á Kaupmannahöfn, sem olli því, að Danir hölluðu sér að Napóleoni, leiddi til hafnbanns Englendinga meðfram ströndum Evrópulanda.  Alþýða manna í Noregi leið mikið fyrir þessar aðgerðir og Norðmenn reyndu mikið til að losna frá Danaveldi.

1813     gengu Svíar til liðs við óvini Napóleons og hófst þá styrjöld milli Svía og Dana.  Í Svíþjóð réð þá mestu Bernadotte, fyrrverandi hershöfðingi Napóleons, sem hafði verið kjörinn ríkiserfingi þar.  Danir og Frakkar fóru halloka í þessum ófriði og urðu Danir að semja sérfrið í Kiel í janúar 1814.  Þeir urðu að láta Noreg af hendi við Svía, en héldu Íslandi, Grænlandi og Færeyjum.  Landsstjóri í Noregi var þá Kristján Friðrik, frændi Friðriks VI Danakonungs.  Hann kvaddi til fundar á Eiðsvelli í febrúar 1814, þar sem því var lýst yfir, að Noregur væri algerlega sjálfstætt ríki og var Kristján Friðrik kjörinn til konungs 17. maí sama ár.

1814  Eftir að sænskur her hafði farið inn í Noreg og Svíakonungur fallizt á að taka gilda stjórnarskrá Noregs með nokkrum breytingum, lagði Kristján Friðrik niður völd (síðar Kristján VIII Danakonungur) og Karl XIII Svíakonungur var tekinn til konungs í Noregi.
Deilur héldu áfram milli Norðmanna og Svía og í nóvember 1905 fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla í Noregi um framtíðarstjórnarform ríkisins.  Tæplega 260.000 manns greiddu atkvæði með stofnun konungsríkis en tæplega 70.000 með stofnun lýðveldis.  til konungs var tekinn Carl prins, sonarsonur Kristjáns IX Danakonungs og tengdasonur Játvarðar VI Bretakonungs.  Hann tók sér konungsnafnið Hákon VII og var krýndur í Niðarósi árið eftir.

1814      sameinaðist Noregur Svíþjóð.  Eftir ósigra Napóleons og friðarsamningana í Kiel urðu Danir að láta af yfirráðum í Noregi og Svíþjóð.  Norðmenn féllust ekki á þessa friðarsamninga og lýstu yfir sjálfstæði sínu á Eiðsvelli hinn 17. maí, sem er þjóðhátíðardagur landsins.  Bernadotte hinn sænski réðist inn í Noreg og þvingaði landsmenn til sambands við Svíþjóð með aðstoð stórveldanna.  Samt sem áður tókst Norðmönnum að halda stjórnarskrá sinni, sem var samþykkt á Eiðsvelli. 

1853      kynnti Ivar Aasen tillögur sínar um norskt landsmál.  Hann byggði það á ýmsum mállýzkum og eigin stafsetningu.  Þetta mál vann hylli mikils fjölda fólks og náði verulegri útbreiðslu.

1872-1905  Óskar II (†1907) var síðasti sameiginlegi konungur Noregs og Svíðþjóðar.  Miklar deilur milli Stórþingsins og krúnunnar.

1905      fóru fram kosningar um aðskilnað frá Svíþjóð.  Samkvæmt samningi 26. oktober, sem var kenndur við Karlstad, var aðskilnaður ríkjanna staðfestur.

Noregur sjálfstætt þingbundið lýðveldi.
1905-57  Hákon VII (1872-†).  Karl prins af Danmörku var kosinn konungur og nefndi sig Hákon. Stjórnarskráin var gerð lýðræðislegri.  Konur fengu kosningarétt 1913. 

1914-18  Fyrri heimsstyrjöldin.  Norðmenn voru hlutlausir í stríðinu.  Kaupskipafloti landsins var notaður í þágu bandamanna og u.þ.b. helmingur hans varð þýzkum kafbátum að bráð.  Hugur fólks var Þjóðverjum mjög andstæður. 

1920      gerðist Noregur aðili að Þjóðabandalaginu.  Landið fékk ótvíræð yfirráð yfir Svalbarða (Spitzbergen) og eyjan var gerð að hluta Noregs með lögum 1925.  

1920-27  Áfengisbann.

1929     byggðu Norðmenn eyjuna Jan Mayen. 

1939-45  Síðari heimsstyrjöldin.  Árið 1940 ruddust þýzkar hersveitir inn í Noreg og hernámu landið skömmu áður en brezkar hersveitir áttu að fara þangað í sömu erindum.  Mikið barizt við Narvik.  Konungur og ríkisstjórn flúðu til London.  Þjóðverjar komu upp leppstjórn og ríkisstjóra og Vidkun Qvisling, fyrrum ráðherra, tók afstöðu með Þjóðverjum.  Konungur og ríkisstjórn snéru heim eftir uppgjöf Þjóðverja í maí 1945. 

1945     Verkamannaflokkurinn sigraði í þingkosningum.  Norðmenn voru meðal stofnríkja Sameinuðu þjóðanna.  

1949      sömdu Norðmenn og Sovétmenn um landamæri ríkjanna í norðri.  Norðmenn urðu meðlimir í NATO.  

1951     tóku Norðmenn þátt í stofnun Norðurlandaráðs.

1957     varð Ólafur V (1903-†) konungur.  Hann var einkasonur Hákons VII.

1958      Norræna toll- og vegabréfasambandið.  

1960     tóku Norðmenn þátt í stofnun Evrópska fríverzlunarsambandsins EFTA. 

1965     Borgaraflokkarnir fengu meirihluta í þingkosningum.  

1973      Fríverzlunarsamningur við Evrópubandalagið eftir að beinni aðild var hafnað í kosningum. 

1974       uppgötvaðist jarðolía í Norðursjó.
  Hagnaðurinn af olíunni leiddi til mikillar velmegunar á áttunda áratugnum.  Uppdælingu var stillt í hóf til að láta birgðirnar endast.  Hagnaðurinn var nýttur til að efla velferðarríkið og styrkja iðnað í landinu til að hann gæti tekið við, þegar olíubirgðirnar þryti. 

1977      var 450 km löng jarðgasleiðsla frá Ekofisksvæðinu norðvestan Stavanger til Emden tekin í notkun.  Verkamannaflokkurinn fékk 76 þingsæti í þingkosningum. 

1979      uppgötvaðist geisimikið gas í jörðu u.þ.b. 130 km norðvestan Björgvinjar.  Sósíaldemókratar urðu illa úti í sveitarstjórnarkosningum.

1980      Olíuborpallurinn Alexander Kielland valt og sökk í óveðri 23. júlí.  123 látnir.  Samið um varnir bandarískra hersveita í Noregi í neyðartilfellum.  

1981      Odvar Nordli, forsætisráðherra Verkamannaflokksins lét af störfum 30. jan. af heilsufarsástæðum.  Gro Harlem Brundtland kom í hans stað og varð fyrsta konan til að gegna þessu embætti.  Alger verðstöðvun til loka árs.  Tekjuskattur lækkaður.  Þingkosningar 13..-14. sept.  Kaare Willoch og íhaldsflokkur hans sigruðu.  Hann myndaði minnihlutastjórn í oktober.


1989  Í kosningunum laut Verkamannaflokkurinn í lægra haldi eftir hálfrar aldar valdasetu og Brundland sagði af sér 13. október.  Jan Peder Syse, formaður Íhaldsmanna, tók við embætti forsætisráðherra.  Brundtland tók aftur við 1990.  Helmingur ráðherraliðs hennar og tveir formenn andstöðuflokkanna voru konur.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM