Heildarflatarmál
Noregs er 323.895 km² að meðtöldum öllum fjörðum og eyjum
landsins. Landið er 1753
km langt, breiðast er það 400 km og mjóst 9 km.
Norðan þess er Íshafið, Atlantshafið og Norðursjór að
vestan, Skagerak að sunnan, Svíþjóð, Finnland og Rússland að
austan. Strandlengjan er u.þ.b.
3200 km séu eyjar og firðir ekki taldir með.
Landið er að mestu fjöllótt og lítið er um undirlendi.
Í kringum 80% þess eru ofan 460 m línu yfir sjó.
Suðurhlutinn er að mestu háslétta, skorin dölum og fjörðum.
Lengstur þeirra er Sognfjörður (183 km).
Dalir og firðir landsins mynduðust á ísöldinni, þegar skriðjöklar
grófu sig niður í landið. Uppi
á hásléttunni eru há fjöll. Stærsta
svæðið er Jötunheimar með tvo hæstu tinda landsins, Galdhögpiggen
(2469m) og Glittertind (2470m).
Hinn síðarnefndi er aðeins hærri vegna þykkari jökuls. Fjallið
sjálft er lægra. Fjöldi
jökla er rúmlega 1500, hinn stærsti er Jostedalsbre, vestan Jötunheima.
Suðausturhluti
landsins er að mestu flatlendur. Langir
dalir, s.s. Guðbrandsdalur, enda niðri á láglendinu við Óslófjörð.
Fleiri láglendissvæði eru meðfram suðurströndinni og við
fjarðamynni. Vesturströndin
státar af rúmlega 150.000 eyjum.
Stærsti eyjaklasin er Lofoten norðan heimskautsbaugs.
Norðar er Norðurhöfði, nyrzti punktur Evrópu. Ár eru fjölmargar en flestar stuttar. Gláma (Glomma) er lengts, 612 km.
Fjöldi fagurra fossa streymir niður brattar hlíðar
Vesturlandsins. Mjosa er stærsta
stöðuvatnið en alls eru vötn u.þ.b. 160.000 talsins.
Normenn
ráða yfir Svalbarða og eyjunum í kring í Íshafinu.
Stærsti eyjaklasinn er Spitzbergen, sem er 62.406 km².
Eyjar hans eru fjalllendar og að mestu huldar jökli.
Loftslagið
í Noregi er að mun tempraðra en ætla mætti vegna norðlægrar legu
landsins. Norðuratlantshafsstraumurinn
flytur hlýsjó frá Mexíkóflóa upp að ströndum landsins, alla leið
að Norðurhöfða. Þessi
straumur kemur í veg fyrir ísmyndun meðfram ströndinni og eykur
lofthitann á veturna. Hinir
ríkjandi suðvestanvindar flytja mikinn raka að ströndinni. Á vesturströndinni ríkir ómengað úthafsloftslag.
Í Björgvin er meðalhiti í janúar 1,7°C og 16,1°C í júlí.
Árleg meðalúrkoma er tæplega 2000 mm.
Meðalhiti janúarmánaðar í Ósló er –3,9°C og í júlí
17,2°C. Þar er meðalúrkoman 690 mm.
Tromsö er nærri 70°N en veturnir þar eru mildari en í Nýja-Englandi
(BNA) á 45°N. |