Jan Meyen,
Flag of Norway


JAN MAYEN
NOREGUR

Map of Jan Mayen
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Jan Mayen er eyja í Íshafinu milli Grænlands og Noregs.  Eyjan er 63 km löng, 14 km breið og 373 ferkílómetrar.  Hæsti tindur hennar er Beerenberg (2277m), sem er óvirkt eldfjall.  Enski sæfarinn Henry Hudson fann eyjuna árið 1607 og nefndi hana Hudson’s Tutches.  Hollenzki hvalveiðiskiptsjórinn Jan Mayen á heiðurinn af núverandi nafni.  Hann stundaði hvalveiðar frá eyjunni á árunum 1611-35. 

Árið 1929 köstuðu Norðmenn eign sinni á hana.  Hval- og selveiðimenn heimsækja eyjuna af og til en engir búa þar nema starfsmenn fjarskipta- og veðurstöðvarinnar, sem norska ríkið lét byggja árið 1921.  Í síðari heimsstyrjöldinni réðu Bandaríkjamenn veðurstöð á Jan Mayen.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM