Bergen Björgvin Noregur,
Flag of Norway


BJÖRGVIN / BERGEN
NOREGUR
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Björgvin stendur nærri miðju Hörðalandi á skaga úti við ströndina.  Björgvin er gamall bær og á sér margar sögulegar minjar.  Bærinn er talinn hafa orðið til á 11. öld og segir sagan að Ólafur kyrri hafi stofnað hann.  Á 13. öld var þar lengstum konungasetur.  Sátu þeir þar að jafnaði Hákon gamli og Magnús lagabætir, sonur hans.  Það var skreiðarverzlun, sem fyrst kom fótum undir Björgvin.  Þaðan var flutt út skreið frá Vestur- og Norður-Noregi.  Í fyrstu var skreiðin aðallega flutt til Englands en á 14. öld náðu Hansakaupmenn skreiðarverzluninni að mestu undir sig.  Mátti heita, að þeir réðu lögum og lofum í Björgvin í tvær aldir eða fram á 16. öld.  Margir Hansakaupmenn fluttust til bæjarins eða dvöldust þar um hríð.  Á vissu tímabili var Hansakaupmönnum í erlendum bæjum bannað að kvænast og voru þeir nefndir piparsveinar vegna þess, að þeir verzluðu einna mest með krydd.

Þótt Íslendingar hefðu meiri skipti við Niðarós en Björgvin, dvöldust margir Íslendingar með Noregskonungum í Björgvin, og má segja, að flestir stórhöfðingjar á Íslandi hafi dvalizt þar lengri eða skemmri tíma.  Létust ýmsir þeirra þar og voru grafnir þar, t.d. Arnór Tumason og Jón murtur, sonur Snorra Sturlusonar.

Edvard Grieg fæddist í Björgvin 15. júní 1843 (†4. september 1907).
Forfeður hans voru skozkir og nafn fjölskyldunnar var upphaflega „Greig”.  Eftir orrustunar við Culloden árið 1746 ferðaðist langa-langafi hans vítt um heiminn og settist síðan að í Noregi í kringum 1770.  Þar gerðist hann kaupmaður í Björgvin.  Edvard ólst upp á tónelsku heimili.  Móðir hans, Gesine, kenndi honum á píanó.  Hann stundaði nám í nokkrum tónlistarskólum.  Hann flutti oft tónlist sína í kennslustundum við mikla aðdáun barnanna en kennararnir voru lítt hrifnir.  Þeir litu á hann sem latan nemanda.
Sumarið 1858 hitti Edvard hinn dáða, norska fiðluleikara Ole Bull, sem var vinur fjölskyldunnar, og bróðir hans var kvæntur frænku Edvards.  Ole Bull hafði tilfinningu fyrir hæfileikum hins 15 ára pilts og fékk foreldra hans til að gefa honum tækifæri til að þróa þá frekar í Tónlistarskólanum í Leipzig, þar sem Ignaz Moscheles var skólastjóri.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM