Noregur auðlindir flóra fána,
Flag of Norway


NOREGUR
AUÐLINDIR
- FLÓRA - FÁNA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Náttúruauðlindir Noregs eru hafið, fallvötnin, olía og náttúrlegt gas.  Hafið hefur leikið stórt hlutverk í lífi Norðmanna frá upphafi, enda eru flestir landshlutar nærri sjó.  Margir landsmenn byggja afkomu sína á hafinu, bæði fiskimenn og farmenn.  Ár og vötn eru vel til þess fallin að breyta fallorku þeirra í raforku og þannig afla Norðmenn sér mestan hluta þeirrar raforku, sem þeir nota.

Olíu var fyrst dælt upp úr Norðursjónum árið 1966.  Magnið er u.þ.b. sjöfalt miðað við innanlandsþarfir og olían er að mestu flutt úr landi.  Vegna mikils hafdýpis er ekki kleift að dæla olíunni um pípur til lands frá borholunum.  Olían er að mestu flutt til Norður-Skotlands.  Náttúrlegar gaslindir hafa líka fundizt og gasið er einnig að mestu nýtt til útflutnings.  Takmarkaðar birgðir af járngrýti, kopar, blýi, sínki, magnesíum, títani og nickel hafa líka fundizt, einkum norðanlands.

Skóglendi eru að mestu þakin barrtrjám, furu og greni.  Þau ná yfir u.þ.b. 20% landsins.  Askur, eik og álmur vaxa sunnar.  Uppi á hásléttunum er landslagið vaxið mosa, fléttum, grasi og runnum.

Meðal algengra, villtra dýra eru hérar, refir, broddgeltir og greifingjar.  Í fjall- og skóglendi eru elgir, hreindýr, læmingjar og sums staðar úlfar.  Birnir og bjórar eru orðin fágætar dýrategundir.  Orrar, skógarsnípur, akurhænur, ýmsar andategundir og gæsir eru algengir fuglar.  Lundi, æðarfugl, ritur og aðrir sjófuglar eru með ströndum fram.

Fyrir ströndum landsins eru góð fiskimið.  Hvalir og selir eru víða og hnísuveiðar eru stundaðar í takmörkuðum mæli.  Silungur og lax eru í vötnum og ám.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM