Níkaragva tölfræði hagtölur,
Flag of Nicaragua


NÍKVARAGVA
HAGTÖLUR
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Opinbert nafn landsins er República de Nicaragua.

Stjórnskipulag:  Fjölflokka forsetalýðræði með einnar deildar þjóðþingi (93).

Höfuðborg:  Managua. 

Opinbert tungumál:  Spænska.

Opinber trúarbrögð:  Engin.

Gjaldmiðill:  Córdoba oro = 100 centavos.

Íbúafjöldi 1998:  4.763.000 (39,2 manns á km²).  Árið 1995 bjuggu 54,4% í þéttbýli og 45,6% í dreifbýli. Sama ár voru karlar 49,28% og konur 50,72% þjóðarinnar.  Aldursskipting 1994:  Yngri en 15 ára, 44,2%; 15-29 ára, 28,7%; 30-44 ára, 15,5%; 45-59 ára, 7,2%; 60-74 ára, 3,6% og 75 ára og eldri, 0,8%.  Áætlaður íbúafjöldi árið 2010, 6.429.000.  Tvöföldunartími 26 ár.

Þjóðfræðileg skipting íbúa:  Mestizos (blanda spænskra og indíána), 69%; hvítir, 17%; svartir, 9% og indíánar 5%.

Trúarbrögð 1995:  Rómversk-katólskir, 73%; mótmælendur, 16,5%, þar af lúterstrúar 15%; trúleysingjar 8,4% og aðrir 2,1%.

Helztu borgir 1995:  Managua (864þ), León (124þ), Chinandega (97þ), Masaya (89þ), Granada (72þ) og Estelí (72þ).

Fæðingatíðni 1996 á hverja 1000 íbúa, 33,8 (heimsmeðaltal 25).

Dánartíðni 1996 á hverja 1000 íbúa, 6,0 (heimsmeðaltal 9,3).

Náttúruleg fjölgun íbúa 1996 miðað við hverja 1000 íbúa, 27,8 (heimsmeðaltal 15,7).

Meðalbarnafjöldi 1996 á hverja kynþroska konu, 4,0.

Hjónabandstíðni 1991 á hverja 1000 íbúa, 3,3.

Skilnaðatíðni 1991 á hverja 1000 íbúa, 0,4.

Lífslíkur við fæðingu 1996:  Karlar 63,4 ár, konur 68,1 ár.

Helztu dánarorsakir á 1000 íbúa 1991:  Hjarta- og æðakerfissjúkdómar 142; smitsjúkdómar og sýkingar 100;  slys og ofbeldi 93; sjúkdómar í öndunarvegi 73 og krabbamein 56.

Erlendar skuldir 1996:  US$ 5.122.000.000.

Framleiðsla í tonnum nema annars sé getið.

Landbúnaður:  Sykurreyr 3 milljónir, maís 332.600, hrísgrjón 219.100, sorghum 127.300, þurrkaðar baunir 102.900, bananar 88.000, appelsínur 72.000, kaffi 55.000, sojabaunir 24.100, sesamfræ 14.800.  Búfé:  Nautgripir 1.807.000, svín 410.000.

Skógarhögg 1995:  3.809.000 rúmmetrar.

Fiskveiðar 1995:  13.503 tonn, þar af rækjur 5.425 tonn.

Námugröftur 1995:  Gull 42.300 troyúnsur.

Iðnframleiðsla 1995:  Matvæli, drykkjarvörur og tóbak 3.129 tonn, vélar og málmvörur 319 tonn, olíu- og gúmmívörur 231 tonn, efnavinnsla og efnavörur 124 tonn.

Byggingaframkvæmdir 1991:  569 rúmmetrar.

Orkuframleiðsla (orkunotkun) í kWst. 1995: 1.726.000.000 (1.130.000.000).  Hráolía í tunnum 1994:  Engin (4.178.000), olíuvörur í tonnum 1994:  540.000 (582.000).

Ferðaþjónusta 1995:  Tekjur US$ 54.600.000, gjöld US$ 40.000.000. 

Vinnuafl 1994:  Alls 1.407.700 (38% þjóðarinnar).  Þátttaka:  Eldri en 15 ára (1991), 62%.  Atvinnuleysi 1996: 16,6%.

Meðalfjölskyldustærð 1995:  5,8.  Engar upplýsingar um tekjur og gjöld heimilanna.

Heildarþjóðarframleiðsla 1996:  US$ 1,705.000.000 (380.- á mann).

Landnýting 1994:  Skóglendi 26,3%, engi og beitilönd 45,3%, ræktað land 10,5%, annað 17,9%.

Innflutningur 1996:  US$ 1.119.900.000 (fjárfesting 24,9%, neyzluvörur 24,7%, benzín 14,1%).  Aðalviðskiptalönd 1995:  BNA 31.2%, CACM 23,9%, Venesúela 11,6%, Japan 5,2%.

Útflutningur 1996:  US$ 634.800.000 (iðnvörur 24,4%, kaffi 17,5%, krabbadýr 10,9%, nautakjöt 6,9%, hrásykur 6%.  Aðalviðskiptalönd:  BNA 38,1%, CACM 15,1%, Þýzkaland 10,4%, Spánn 7,2%, Holland 5,)%.

Samgöngur:
  Vegakerfi 1995:  17.146 km (m/slitlagi, 10%).  Fólksbílar 1995: 72.413, vörubílar og rútur 68.090.  Loftflutningar 1994:  Farþegakm. 72.172.000, tonnakm. 6.964.000.  Flugvellir 1997 með áætlunarflugi, 10.

Læsi 1995:  Eldri en 15 ára, 1.574.000 eða 65,7%.  Karlar 727.000 (64,6%), konur 847.000 (66,6%).

Heilsugæzla 1994:  Einn læknir á hverja 1566 íbúa.  Eitt sjúkrarúm á hverja 914 íbúa.  Barnadauði á hver 1000 lifandi fædd born 1996, 45,8.

Næring 1995:  Kalóríufjöldi á mann á dag 2311 (grænmeti 92%, kjötmeti 8%), sem er 103% af lágmarksviðmiðun FAO.

Hermál 1996:  Fjöldi hermanna 17.000 (landher 88,2%, sjóher 4,7%, flugher 7,1%).  Útgjöld til hermála miðuð við heildarþjóðarframleiðslu 1995, 2,2% (heimsmeðaltal 2,8%), sem samsvarar US$ 8.- á mann.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM