Níkaragva stjórnsýslan,
Flag of Nicaragua


NÍKARAGVA
STJÓRNSÝSLAN

.

.

Utanríkisrnt.

Frá 1838 til 1974 hafa tíu stjórnarskrár verið í gildi í landinu.  Árið 1979 tók löggjafarráð völdin með stuðningi þjóðfrelsishreyfingar sandinista (Frente Sandinista de Liberación Nacional; FSLN).  Það kom í stað harðstjórnar Somozafjölskyldunnar, sem var við völd í 43 ár.  Gamla stjórnarskráin var felld úr gildi.  Kjörið þing og forseti tók við af löggjafarráðinu 1895 og ný stjórnarskrá var kynnt árið 1987.  Á meðan sandinistastjórnin vann að félagslegri byltingu óx fylking andbyltingarmanna, kontras, úr grasi með stuðningi argentínska hersins árið 1980 og síðar CIA til að berjast gegn sandinistum.  Í kosningunum 1990 vann þjóðlega andspyrnubandalagið, sem BNA styrktu um leið og þau stóðu fyrir rógsherferð gegn sandinistum.  Efnahagsmálin voru líka í rústum og almenningur var orðinn stríðshrjáður.  Þegar íhaldsstjórnin, með Violeta Barrios de Chamorro í fararbroddi, tók við völdum í apríl, lauk skæruhernaði kontraliðanna, mestur hluti hers landsins var leystur upp og mörgum stefnumálum sandinista var snúið við.  Þeir héldu samt nokkrum áhrifum í gegnum verkalýðsfélög, bændasamtök og í leifum hersins.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM