Níkaragva náttúran,
Flag of Nicaragua


NÍKARAGVA
NÁTTÚRAN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Landslag og lega.  Vesturhluti landsins er þakinn dölum skornum, lágum fjöllum og mörgum eldfjöllum.  Þar eru Cordillera Entre Ríosfjöllin á landamærum Hondúras, Cordilleras Isabelia og Dariense í miðnorðurhlutanum og Huapí amerrique- og Yolainafjöll í suðausturhlutanum.  Hæstu fjöllin eru í norðurhlutanum, þar sem Mogotóntindur (2103m) í Cordillera Entr Ríos er hæstur tinda landsins.  Vestan og sunnan aðalfjallgarðanna er röð u.þ.b. 40 eldfjalla, sum eldvirk, sem teygjast norðvestur-suðaustur meðfram Kyrrahafsströndinni.  Umhverfis þau eru lágar sléttur frá Fonsecaflóa í norðri að Salinasflóa í suðri.  Milli þeirra og fjallgarðanna er risastórri lægð með stöðuvötnunum Nicaragua, Managua og Masaya. Milli vatnanna eru Cordillera de los Marrabios í norðri og Pueblos Mesas í suðri.  Hæstu eldfjöllin eru San Cristóbal (1770m), Concepción (1548m) og Momotombo (1352m).  Í austurhlutanum eru lágar sléttur, sem eru meðal hinna stærstu í Mið-Ameríku, allta 100 km breiðar.  Strandlínan einkennist af árósum, óshólmum, strandlónum, kóral- og sandrifjum, eyjum og sandeyrum, sem þekja stærsta landgrunn Mið-Ameríku.

Straumvötn.  Miðfjallgarðarnir mynda vatnaskil landsins og árnar, sem renna til vesturs, hverfa í Kyrrahafið eða Managua- og Níkaragvavötnin.  Þær eru stuttar og vatnslitlar, hinar stærstu eru Negro- og Estero Realárnar, sem renna út í Fonsecaflóa og Tamarindoáin, sem rennur út í Kyrrahafið.  Árnar, sem renna til austurs eru mun lengri.  Cocoáin, sem er rúmlega 800 km löng og rennur tæplega 500 km meðfram landamærum Hondúras, hverfur í Karíbahafið nyrzt á austurströndinni.  Áin Río Grande de Matagalpa streymir u.þ.b. 440 km frá Cordillera Dariense til austurs, yfir láglendið og út í Karíbahaf norðan Perlulóns (Laguna de Perlas) á miðri austurströndinni.  Allrasyðst hverfur hin 210 km Langa San Juaná, sem á upptök í Níkaragvavatni, í Karíbahafið í norðurhorni Kostaríka.  Aðrar ár Karíbamegin eru m.a. Prinzapolkaáin (261 km), Escondidoáin (91 km) og Maízáin (61 km).

Stöðuvötn.  Vesturhlutinn er vatnasvæði.  Níkaragvavatn (8157 km²) er stærsta stöðuvatn Mið-Ameríku.  Löngum hefur verið rætt um möguleikana á því að grafa skipaskurð frá vatninu austur í Karíbahafið og tengja það þannig Kyrrahafinu.  Alls eru sex stöðuvötn í grennd við Managuaborg, þ.á.m. Managuavatn (1036 km²), Asososcavatn, sem er vatnsból borgarinnar, og Jiloávatn, sem er svolítið ísúrt og vinsæll baðstaður.  Masavavatn er rómað fyrir baðstaði og veiði.  Nejapavatn er blandað brennisteini og er vinsæll heilsubótarstaður.  Tiscapavatn er í höfuðborginni sjálfri.  Önnur stöðuvötn Kyrrahafsmegin fjalla eru aðallega Apoyovatn í grennd við Masayavatn, Apovequevatn í fallegu umhverfi milli tveggja tinda á Chiltepehöfða, sem teygist út í Managuavatn og manngerða lónið Apanás við Tumaána, sem er virkjuð fyrir mestan hluta Kyrrahafshluta landsins. 

Jarðvegur á Karíbaströndinni er margvíslegur.  Meðfram ánum eru frjósöm setlög.  Á furusléttunum og á regnskógasvæðunum er hann fremur ófrjósamur.  Á Kyrrahafsströndinni er jarðvegurinn blandaður eldfjallaösku og u.þ.b. 85% lands eru fjósöm.

Loftslagið er lítið eitt svalara og miklu rakara í austurhlutanum en í vesturhlutanum.  Kyrrahafsmegin rignir mest frá maí til nóvember og þurrkatíminn er frá desember til apríl.  Árlegur meðalhiti er 27°C og úrkoman 1910 mm.  Karíbamegin rignir næstum níu mánuði á ári og þurrasta tímabilið er frá marz til maí.  Ársmeðalhiti þar er 26°C og meðalúrkoma er 3810 mm.  Í norðurfjöllunum er svalara, 18°C.  Ríkjandi vindátt er úr norðaustri, svöl til fjalla en heit og rök á láglendinu.

Gróður.  Skógar landsins eru ofnýttir en eru samt hinir stærstu í Mið-Ameríku.  Þeir þekja rúmlega þriðjung landsins og eru mismunandi gerðar eftir hæð yfir sjó og úrkomu.  Mikið vex af eðalviði, s.s. sedrusviði, mahóní og furuí og furu.  Einnig vex talsvert af axarbrjót (quebracho), járnviði (guaiacum), guapinol (viðarkvoða) og rósaviður (ætir en beiskir ávextir).

Dýralíf.  Villtir dýrastofnar minnka stöðugt í landinu.  Þar lifa enn þá púmur, jagúarar, villisvín, villikettir, ýmsar apategundir og dádýr.  Fuglalífið er fjölbreytt, allt frá hegra til arna, páfagaukum til pelíkana.  Skriðdýr eru m.a. krókódílar, snákar, skjaldbökur og eðlur auk fjölda froskategunda.  Mikið er af fiski í sjó og vötnum auk annarra sjávardýra og talsvert er um skordýr.  Munstur dýralífsins er mismunandi eftir aðstæðum á hverjum stað.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM