Níkaragva menning menntun,
Flag of Nicaragua


NÍKARAGVA
MENNING og MENNTUN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Menntamál og heilsugćzla.  Somozafjölskyldan hafđi vanrćkt marga málaflokka í landstjórninni í rúmlega fjóra áratugi, ţegar sandinistar tóku viđ og hófu félagslegar umbćtur.  Áriđ 1980 var hleypt af stokkunum áćtlun um ađ minnka ólćsi fullorđinna úr rúmum 50% í 15% eđa minna.  Menntunarstađallinn var líka hćkkađur, heilsugćzla var aukin m.a. til ađ draga úr barnadauđa og almannatryggingarkerfiđ var aukiđ og bćtt.  Ţegar íhaldsstjórnin tók viđ völdum 1990 dró aftur mjög úr opinberum afskiptum af ţessum málaflokkum, ţannig ađ hnignun hófst á ný.  Elztu háskólar landsins eru Sjálfstćđi ţjóđarháskólinn (1812) og Miđameríski háskólinn (1961).  Fleiri háskólar voru stofnađir á níunda og tíunda áratugnum.

Menningarmál.  Ríkar hefđir og siđir einkenna Níkaragva og endurspegla glögga stéttaskiptingu í aldanna rás.  Skáldiđ Rubén Darío, sem er ţekktur sem spćnsk-amerískur skáldjöfur, dró upp ljósa mynd af siđum hástéttarinnar í verkum sínum í lok 19. aldar og fram á hina 20.  Alţýđumenningin kemur skýrast fram í fögrum listmunum og handverki, trúarathöfnum og ţjóđlögum.

Hörmungar og tilfinningaólga ófriđarins á síđari hluta áttunda áratugarins til 1990 leystu úr lćđingi sköpunarţörf listamanna, s.s. málaranna Alejandro Canales, Armando Morales og Leoncio Sáenz, sem skópu ódauđleg listaverk.  Sama má segja um skáldin Gioconda Belli og Ernesto Dardenal og rithöfundinn Sergio Ramírez varaforseta.  Omar Cabezas skrifađi átakanlegar frásagnir af atburđunum, Carlos Mejia Godoy var í fararbroddi nýrrar söngvabylgju og Alan Bolt kom sögunni á framfćri á leiksviđinu.

Somozastjórnin skapađi sína eigin siđi og menningu fyrir hástéttina, sem var oft eftirlíking af erlendum háttum.  Sandinistar lögđu áherzlu á ţjóđernislega lýđrćđismenningu, sem beindist gegn einveldisstefnunni.  Menningarmálaráđuneyti var stofnađ međ prestinn og skáldiđ Ernesto Cardenal í fararbroddi og Menningarsamtök verkamanna voru í umsjá skáldsins Rosario Murillo, eiginkonu forsetans.  Báđar ţessar hreyfingar stofnuđu söfn, styrktu atvinnulistamenn og opnuđu vinnustofur til ađ lađa fram hćfileika almennings.  Opinber útgáfufyrirtćki gerđu listamönnum kleift ađ koma verkum sínum á framfćri.  Í efnahagskreppunni síđla á níunda áratugnum var opinberum stuđningi á ţessum sviđum ađ mestu hćtt og menningarmálaráđuneytinu var lokađ 1988.

Söfn og bókasöfn landsins eru tiltölulega lítiđ og illa viđhaldiđ.  Ţjóđarbókhlađan og Ţjóđminjasafniđ í Managua auk Rubén Daríosafnsins (Ciudad Darío) voru stofnuđ fyrir byltinguna og eru nú í niđurníđslu.  Sandinistar stofnuđu Byltingarsafniđ og safn vegna lćsisátaksins í Managua, Sandinosafniđ í Niguinohomo o.fl.  Annađhvort var ţessum söfnum lokađ eđa látin afskiptalaus eftir 1990.

Afţreying.  Alls konar trúarlegar hátíđir eru haldnar allt áriđ.  Hátíđ meyfćđingarinnar, „la Purísima”, sem stendur hćst 8. desember, er ađalhátíđ ársins.  Hafnarbolti er ţjóđaríţróttin.

Fjölmiđlar.  Nokkur dagblöđ eru gefin út í landinu.  Ţau eru öll hápólitísk.  La Prensa er mjög íhaldsamt dagblađ og er höfuđandstćđingur Somoza- og sandinistastjórnanna.  El Nuevo Diario og Barricada (fyrrum málgagn FSLN) eru hliđholl sandinistum.  Á tímum Somoza og sandinista voru báđar sjónvarpstöđvarnar í höndum ríkisins.  Sandinistar reyndu ađ gera dagskrána fjölbreyttari, m.a. međ innlendu efni, en hún hafđi byggzt nćr eingöngu á bandarísku efni.  Eftir 1990 náđi bandarískt efni aftur yfirhendinni, ţótt rásum fjölgađi.  Margar einkrareknar útvarpsstöđvar hófu útsendingar seint á tíunda áratugnum.  Útvarpstöđ sandinista, „Radui Ya”, hefur átt mestum vinsćldum ađ fagna.

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM