Strendur
og kóralrif.
Baðstrendurnar eru hreint afbragð, t.d. Playa Cocoteros og
Playa Pancholo.
Sama er að segja um kóralrifin fyrir norðurströndinni.
*El
Garrafón
er yndisleg vík inn í suðurströndina.
Nafnið þýðir 'karaflan'.
Hún er náttúruverndarsvæði, sem er mjög vinsælt meðal
kafara vegna fjölbreytileika sjávarlífsins.
Los Manchones
er kóralrif utan El Garrafón.
Það er uppáhald kafara, sem geta fundir sofandi hákarla í
hellum á 20-30 m dýpi.
Reglulega fara þar fram sýningar með höfrungum, sæljónum og
sæfílum.
Hacienda
Mundaca
er fyrrum bústaður baskneska sjóræningjans og þrælasalans Antonio
de Mundaca, sem bjó þar á 19.öld.
Húsið er fyrir ofan Playa Lancheros.
Maya-rústirnar
á suðurhluta eyjunnar eru hinar athyglisverðustu.
Þær eru við vitann á suðuroddanum.
Þar var hof Ix-chel.
Frá höfðanum er gott útsýni yfir Karíbahafið til Cancúneyjar. |