Mexíkó Cancún skoðunarstaðir,

Booking.com


CANCÚN
Skoðunarverðir staðir
MEXÍKÓ

.

.

Utanríkisrnt.

Cancun Beach PictureCancúnborg er á meginlandinu.  Hún er tilraunabær með opinberri þjónustu, verzlunum, hótelum, veitingastöðum o.fl. og hefur ekki upp á margt annað að bjóða.  Baðstrendur og önnur aðstaða fyrir ferðamenn eru aðallega á eyjunni sjálfri.  Þar eru raðir íbúðahótela, orlofshúsa og stórra hótela auk stórrar ráðstefnumiðstöðvar fyrir allt að 2500 þátttakendur.  Eiðið milli Cancúnhöfða og Nizuc-höfða skilur á milli Karíbahafs og Nichuptelónsins.  Norðan þess er meginlandsbrúin, sem liggur meðfram Mujeresflóa.

Mannfræðisafnið er í ráðstefnumiðstöðinni.  Þar er hægt að kynnast menningu maya.

CEDAM-safnið er í grennd við Bahía-stórhýsið á Paseo Kukulkán.  Þar er að finna minjar, sem mexíkóskir kafarar hafa fundið á sjávarbotni.

Baðstrendur.  Allt frá borgarmörkunum, meðfram Cancún-breiðgötu og Paseo Kukulkán, teygjast eftirtaldar strendur:  Perlas, Juventud, Linda, Langosta, Tortugas, Caracol og Chac-mool en hinar þrjár síðastnefndu eru vinsælastar.  Pok-ta-Pok golfvöllurinn er við Paseo Kukulkán.

Maya-rústir er víða að finna á milli Cancún- og Nizuchöfða. Þær eru að mestu í svokölluðum Puucbyggingarstíl.  Búið er að uppgötva pýramída með hofum og yfir 50 grafir.

Ferð til Playa del Carmen
Strandvegurinn, MEX 307, liggur meðfram flugvellinum í Cancún til Puerto Morelos eftir 37 km akstur.  Frá þessum hafnarbæ sigla ferjur til Cozumel.  Eftir 25 km til viðbótar er komið til Beté-höfða, þar sem tveir samsíða vegir um akurlendi liggja niður á fallegar baðstrendur.  Fyrir ströndinni eru ákjósanlegir köfunarstaðir.  Enn þarf að aka 10 km til að komast til litla hafnar-bæjarins Playa del Carmen.  Þaðan sigla líka ferjur til Cozumel og þar er falleg strönd, sem hefur liðið fyrir þenslu síðustu ára.  Boðið er upp á köfunarferðir og sjóstangaveiði.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM