Mdina
er fyrrum höfuðborg Möltu og er reyndar bara lítið þorp, því að
nútíminn virðist hafa gleymt henni.
Hún hét Melita í fornöld, þegar Fönikíumenn réðu ríkjum
og stofnuðu hana.
Svo komu arabar og gáfu henni núverandi nafn.
Varnarmannvirkin, sem voru byggð þar, skiptu henni í tvennt,
þannig að utan múranna varð hverfið Rabat, sem hefur vaxið og
dafnað.
Sikileyingar réðu ríkjum skömmu áður en Jóhannesarriddararnir
komu til skjalanna og kölluðu bæinn Notabile.
Þegar riddararnir voru orðnir allsráðandi, dvínaði vegur
Mdina, Birgu (nú Vittoriosa) varð höfuðborg og síðan Valletta.
Meðal skoðunarverðra staða í Mdina er barokdómkirkjan eftir
Lorenzo Gafà.
Hún á marga fallega og verðmæta gripi og þar er fyrrum
prestaskóli, þar sem er nú áhugavert safn.
Höll erkibiskupanna /1733), Höll hl. Soffíu og Fálkahöllin
ættu líka að vera á skoðunarskránni.
Rabat
státar af rómversku íbúðarhúsi með fallegu mósaíkgólfi, sem
var uppgötvað 1881.
Þar eru líka tveir forkristilegir grafastaðir, katakombur hl.
Páls og hl. Agötu, auk Hl. Pálskirkjunnar, sem var byggð á rústum
fangelsisins, sem hýst Pál postula eftir að hann varð skipreka við
Möltu árið 60.
Mosta
er lítill bær norðaustan Mdina.
Þar er klassísk dómkirkja eftir Grognet (1833-63) með
einhvern stærsta kúpul í heimi.
Suðaustan bæjarins er litla fiskiþorpið Marsaxlokk og þar í
næsta nágrenni er hinn frægi hellir *Ghar Dalam, sem geymir
elztu minjar frá nýsteinöld á Möltu.
*Hagar
Qim
og *Mnajdra
eru forsöguleg hof á suðurströnd
Möltu.
Vagnasporin,
sem liggja yfir hæðóttan vesturhluta Möltu eins og járnbrautarspor,
hafa valdið miklum heilabrotum.
Þau eru sérstaklega áhugaverð í grennd við Dingliklettana.
Það er orðið ljóst, að um þessar slóðir voru dregnir
vagnar á meiðum, sem skildu þessar rákir eftir í landslaginu.
Talið er, að bronzaldarfólkið á eyjunni hafi notað þessa
vagna til flutninga.
Stærstu
og beztu
baðstrendurnar
á aðaleyjunni utan og norðan við Valletta
við Hl. Pálsfjörð, þar sem postulinn varð skipreka árið 60, og
við Slugfjörð.
Minna sóttar Strendur eru við Akkerisfjörð norðarlega á
vesturströndinni, í Gullfirði og meðfram norðvesturströndinni við
Marfa.
Óhætt
er að mæla með ferð til *Gozoeyjar.
Þangað er farið með ferjunni frá Marfa og siglingin tekur 20
mínútúr.
Saga hennar er nátengd sögu Möltu.
Við
Xaghra
eru stórkostlegustu hofrústir eyjanna frá nýsteinöld.
Þær eru frá 3600 f.Kr. og eru nefndar
**Ggantija
(Risaból)
vegna þess, hver stórar steinblokkir voru notaðar við byggingu
hofsins.
Aðalbærinn á Gozo er Victoria.
Þar er falleg dómkirkja (1697) eftor Lorenzo Gafà.
Í kirkju h. Georgs er fjöldi málverka eftir Mattia Preti
(1613-99).
Í Gozosafninu er m.a. minjar og munir frá ýmsum fornleifastöðum
eyjarinnar. |