Malta samgöngur,
[Malta]


MALTA
SAMGÖNGUR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Vegakerfi landsins er vel úr garði gert og flestir vegir liggja út frá aðalþéttbýlisstöðum landsins.  Járnbrautir eru engar.  Áætlunarbílar tengja allflesta staði eyjanna.  Þegar fjær dregur þéttbýlinu, eru færri millitengingar milli staða, þannig að aka verður langar leiðir milli þorpa, sem eru nærri hvert öðru.  Lítil byggðarlög í vestur- og suðvesturhlutum beggja eyjanna njóta ekki þessara samgangna.  Ferjur sigla milli Möltu og Gozo, frá Marfa og Valletta til M’garr (skíðabátar).  Mestur hluti skipaumferðar liggur um Stóruhöfn í Valletta, sem getur tekið við skipum af öllum stærðum.  Þaðan eru líka ferjuferðir til Catania, Syrakus, Reggio di Calabria, Neapel og Lýbíu, sem er mikilvægasta útflutningsland Möltu.

Mörg flugfélög fljúga áætlunarflug til Luga-flugvallar 7 km suðvestan Valletta.  Reglulegt áætlunarflug er á milli hans og Bretlands, Austurríkis, Sviss, Þýzkalands, Ítalíu, Túnis og Lýbíu.  Sívaxandi ferðaþjónusta og fjölgun ferðamanna á verulegan þátt í auknu leiguflugi.  Ríkisstjórnin hefur styrkt uppbyggingu ferðaþjónustunnar með ráðum og dáð til að afla meiri tekna og draga úr atvinnuleysinu.  Möltubúar leggja áherzlu á milt loftslag, aragrúa skoðunarstaða með minjum frá fyrri hluta steinaldar og frá tímum regluriddaranna, fagurt landslag, góð hótel og þjónustu við ferðamenn.  Þegar árið 1975 námu inntektir ferðaþjónustunnar a.m.k. 12% af heildarþjóðarframleiðslu.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM